Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar 26. maí 2025 09:00 Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun