Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason skrifar 26. maí 2025 08:01 Í pistli oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps á heimasíðu sveitafélagsins 11. maí sl. er ýmislegt að finna sem vekur athygli mína. Sjálfshól oddvita sveitarfélagsins er áberandi og svo mikið að maður spyr sig hvernig fara þau sveitafélög að sem engan Harald Þór eiga? En það er fleira sem vekur athygli sem vert er að skoða nánar. Þarna lætur Haraldur Þór ekki staðar numið, heldur notar hann heimasíðu sveitafélagsins til að ráðast að íbúum samfélagsins. Í skrifum oddvita er ég undirritaður vændur um óheiðarleika og að hafa notað aðstöðu mína til að vinna samfélaginu öllu tjón með vinnu minni sem formaður Veiðifélags Þjórsár. Skoðum þetta nánar. Ég var formaður Veiðifélags Þjórsár í 15 ár, 2009 til 2025. Er ég tók við félaginu hafði það ekki sinnt skyldum sínum í nokkuð mörg ár, á því tímabili sem virkjanir í neðri Þjórsá voru undirbúnar. Engin vinna var unnin hjá þáverandi stjórn varðandi hugmyndir Landsvirkjunar um framkvæmdir í Þjórsá. Ekkert var gert í að sinna lögbundnum verkefnum félagsins, hvorki með ábendingum, umsögnum né athugasemdum. Stjórnarmenn kusu með aðgerðarleysi sínu að leggja undirbúning alfarið í hendur Landsvirkjunar. Vegna aðgerðarleysis tapaðist sá tími sem veiðifélagið hefði getað haft áhrif á gang mála og komið sínum athugasemdum á framfæri. Þess í stað gekk Landsvirkjun um eins og þeir ættu svæðið, það fann ég strax þegar ég kom að félaginu. Öll þau 15 ár sem ég var formaður Veiðifélags Þjórsár vann ég og öll stjórninn heiðarlega samkvæmt lax og silungsveiðilögum og þeim reglum og samþykktum sem þeim fylgja. Í þeirri vinnu var lögð áhersla á að verja lífríki vatnasvæðisins alls og eignarétt þeirra jarða sem hlunnindarétt eiga í samræmi við samþyktir Veiðifélags Þjórsár Lagði ég ávalt ríka áherslu á það við mína samstarfsmenn í stjórn að þeir gætu haft hvaða skoðun sem er, með eða ámóti virkjunum, en fyrst og fremst yrði stjórninn að vinna eins og lögin segðu til um. Þetta geta allir stjórnarmenn borið vitni um sem hafa unnið með mér. Margir stjórnarfundir voru haldnir á hverju ári því næg voru verkefnin. Aldrei kom til að ég þyrfti að beyta atkvæðagreiðslu, enda voru menn einhuga í að verja lífríki árinnar með öllum tiltækum ráðum. Í byrjun míns tímabils áttum við í samskiptum við Landsvirkjun í formi funda og bréfasamskipta. Í stjórn var unnið með það markmið að fyrihuguð mannvirki sköðuðu ekki lífríki árinnar og að með heiðarleika að leiðarljósi yrði niðurstan sú sem stæðist allar skoðanir. Mikið er í húfi; einn stærsti laxastofn Íslendinga og ef til vill í öllu Norður Atlandshafinu. Veiðifélag Þjórsár var stofnað í aprí 1972, að hluta til vegna hruns í veiði Þjórsá. Ástæðan sú að á framkvæmdatíma Búrfellsvirkjunar var rutt jarðvegi í stórum stíl í farveg árinnar. Þessar aðfarir ollu skaða í farvegi Þjórsár fyrir laxinn sem aðrar lífverur. Þarna voru menn sem sáu sig knúna að verja lífríkið í ánni og stofnuðu Veiðifélag Þjórsár. Það var ekki einfalt verk að fá Landsvirkjun til að breyta háttarlagi sínu en með þrautseigju Ölvers Karlssonar í Þjórsártúni, fyrsta formanns veiðifélagsins, náðist að stöðva þenna ljóta leik. Við sem bjuggum við ána lifðum við það í mörg ár að flæðarmál árinnar voru full af jarðefnum og varla líf í ánni. Landsvirkjun bauð félaginu að sleppa seiðum í ánna til að bæta fyrir tjónið. Keypt var mikið magn af seiðum frá Seiðaeldisstöð Ríkisins í Kollafirði og sleppt um allt vatnasvæðið. Þessi fiskur skilaði sér illa og réði ekki við að koma sér upp Urriðafossinn . Samhliða þessum aðgerðum vann Ölver formaður að því að stækka fiskgenga hluta árinnar með byggingu laxastiga við fossin Búða. Það tók tólf ár að sannfæra Landsvirkjun um að þetta væri möguleg framkvæmd og að þeir ættu að greiða þessa framkvæmd. Árið 1991 var stiginn opnaður, kostaður af Fiskræktarsjóði að hluta og Landsvirkjun og árangurinn lét ekki á sér standa eins og allir vita. Í dag er búsvæði ofan Búða um 40% af búsvæðum Þjórsár. Landsvirkjun lítur svo á að allur fiskur ofan Búða sé fyrirtækinu að þakka og því megi meta svæðið ónáttúrulegt og ásættanlegt sé að taka áhættur gagnvart virkjunum. Stærsti hluti þessa svæðis er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun og núverandi formaður Veiðifélags Þjórsár eru samstíga í að leggja til atlögu við lífríki árinnar. Það verður þá gert þvert á það sem þrautreyndir vísindamenn telja forsvaranlegt og Veiðifélag Þjórsár hefur bent á í umsögnum síðustu ára. Færa má rök fyrir því að ég og stjórn veiðifélagsins öll hafi farið varlega í að gefa eftir vegna Hvammsvirkjunar. Meirihlutinn sem nú er orðin samanstendur af mönnum sem hefur starfað með mér fram að þessu, að Harldi Þór oddvita undanskildum. Svo virðist sem sumir þeirra hafi snúist eins og vindhanar á bæjarbust og með nýjum formanni fórnað heiðarleikanum og farið í hina áttina og munu fagna væntanlegum framkvæmdum. Þegar oddvit Skeið Gnúp/formaður Veiðifélags Þjórsár skrifar um að hann ætli að vinna með Landsvirkjun og stækka lífríki Þjósár með að opna fiskvegi í t.d. upp fjölda fossa sem ekki eru nú þegar laxgengir, verður formaðurinn að finna lausn á því að koma laxinum í gegnum fjögura ferkílómetra straumlítið lón Hvammsvirkjunar. Fyrr kemur ekki að fossunum. Hvergi hefur tekist að koma laxi í ám með náttúrulegum stöðuvötnum í efrihluta ánna þó engin önnur hindrun sé en straumleysi vatnsins ( Haukadalsá, Flókadalsá ). Það er augljóst að stjórn veiðfélagsins var tekin yfir af hagsmunaaðilum virkjunarmála með ásetningi oddvita tveggja sveitafélaga. Lífríkinu skal fórnað, svo dapurlegt er það að sitja svo beggja megin borðs og ákveða hvorir hagsmunir vegi þyngra lífríkið eða buddan og það gæti átt við um fleiri stjórnarmenn. Að láta það trufla sig að einhverjir einstaklingar hafi aðra skoðun en formaður/oddviti varðandi Hvammsvirkjun er sérstrakt. Í upplýstu samfélagi er fólki heimilt að tjá skoðanir sínar og að sett sé fram upplýsingasíða er mjög eðlilegt, sérstaklega þegar áformað verkefni umturnar sveitinni. Aðilar tjá sínar skoðanir á málefnum þessa risa verkefnis í hjarta fallegrar sveitar. Ég vil skora á oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps að nota ekki heimasíðu sveitafélagsins til þess að reyna ná ærunni af þegnum sínum og níða niður skó þeirra. Ég hef unnið af heilindum og samviskusemi sem formaður Veiðifélags Þjórsár og er stoltur af verkum mínum fyrir félagið. Oddur Guðni Bjarnason, Stöðulfelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stangveiði Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í pistli oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps á heimasíðu sveitafélagsins 11. maí sl. er ýmislegt að finna sem vekur athygli mína. Sjálfshól oddvita sveitarfélagsins er áberandi og svo mikið að maður spyr sig hvernig fara þau sveitafélög að sem engan Harald Þór eiga? En það er fleira sem vekur athygli sem vert er að skoða nánar. Þarna lætur Haraldur Þór ekki staðar numið, heldur notar hann heimasíðu sveitafélagsins til að ráðast að íbúum samfélagsins. Í skrifum oddvita er ég undirritaður vændur um óheiðarleika og að hafa notað aðstöðu mína til að vinna samfélaginu öllu tjón með vinnu minni sem formaður Veiðifélags Þjórsár. Skoðum þetta nánar. Ég var formaður Veiðifélags Þjórsár í 15 ár, 2009 til 2025. Er ég tók við félaginu hafði það ekki sinnt skyldum sínum í nokkuð mörg ár, á því tímabili sem virkjanir í neðri Þjórsá voru undirbúnar. Engin vinna var unnin hjá þáverandi stjórn varðandi hugmyndir Landsvirkjunar um framkvæmdir í Þjórsá. Ekkert var gert í að sinna lögbundnum verkefnum félagsins, hvorki með ábendingum, umsögnum né athugasemdum. Stjórnarmenn kusu með aðgerðarleysi sínu að leggja undirbúning alfarið í hendur Landsvirkjunar. Vegna aðgerðarleysis tapaðist sá tími sem veiðifélagið hefði getað haft áhrif á gang mála og komið sínum athugasemdum á framfæri. Þess í stað gekk Landsvirkjun um eins og þeir ættu svæðið, það fann ég strax þegar ég kom að félaginu. Öll þau 15 ár sem ég var formaður Veiðifélags Þjórsár vann ég og öll stjórninn heiðarlega samkvæmt lax og silungsveiðilögum og þeim reglum og samþykktum sem þeim fylgja. Í þeirri vinnu var lögð áhersla á að verja lífríki vatnasvæðisins alls og eignarétt þeirra jarða sem hlunnindarétt eiga í samræmi við samþyktir Veiðifélags Þjórsár Lagði ég ávalt ríka áherslu á það við mína samstarfsmenn í stjórn að þeir gætu haft hvaða skoðun sem er, með eða ámóti virkjunum, en fyrst og fremst yrði stjórninn að vinna eins og lögin segðu til um. Þetta geta allir stjórnarmenn borið vitni um sem hafa unnið með mér. Margir stjórnarfundir voru haldnir á hverju ári því næg voru verkefnin. Aldrei kom til að ég þyrfti að beyta atkvæðagreiðslu, enda voru menn einhuga í að verja lífríki árinnar með öllum tiltækum ráðum. Í byrjun míns tímabils áttum við í samskiptum við Landsvirkjun í formi funda og bréfasamskipta. Í stjórn var unnið með það markmið að fyrihuguð mannvirki sköðuðu ekki lífríki árinnar og að með heiðarleika að leiðarljósi yrði niðurstan sú sem stæðist allar skoðanir. Mikið er í húfi; einn stærsti laxastofn Íslendinga og ef til vill í öllu Norður Atlandshafinu. Veiðifélag Þjórsár var stofnað í aprí 1972, að hluta til vegna hruns í veiði Þjórsá. Ástæðan sú að á framkvæmdatíma Búrfellsvirkjunar var rutt jarðvegi í stórum stíl í farveg árinnar. Þessar aðfarir ollu skaða í farvegi Þjórsár fyrir laxinn sem aðrar lífverur. Þarna voru menn sem sáu sig knúna að verja lífríkið í ánni og stofnuðu Veiðifélag Þjórsár. Það var ekki einfalt verk að fá Landsvirkjun til að breyta háttarlagi sínu en með þrautseigju Ölvers Karlssonar í Þjórsártúni, fyrsta formanns veiðifélagsins, náðist að stöðva þenna ljóta leik. Við sem bjuggum við ána lifðum við það í mörg ár að flæðarmál árinnar voru full af jarðefnum og varla líf í ánni. Landsvirkjun bauð félaginu að sleppa seiðum í ánna til að bæta fyrir tjónið. Keypt var mikið magn af seiðum frá Seiðaeldisstöð Ríkisins í Kollafirði og sleppt um allt vatnasvæðið. Þessi fiskur skilaði sér illa og réði ekki við að koma sér upp Urriðafossinn . Samhliða þessum aðgerðum vann Ölver formaður að því að stækka fiskgenga hluta árinnar með byggingu laxastiga við fossin Búða. Það tók tólf ár að sannfæra Landsvirkjun um að þetta væri möguleg framkvæmd og að þeir ættu að greiða þessa framkvæmd. Árið 1991 var stiginn opnaður, kostaður af Fiskræktarsjóði að hluta og Landsvirkjun og árangurinn lét ekki á sér standa eins og allir vita. Í dag er búsvæði ofan Búða um 40% af búsvæðum Þjórsár. Landsvirkjun lítur svo á að allur fiskur ofan Búða sé fyrirtækinu að þakka og því megi meta svæðið ónáttúrulegt og ásættanlegt sé að taka áhættur gagnvart virkjunum. Stærsti hluti þessa svæðis er á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun og núverandi formaður Veiðifélags Þjórsár eru samstíga í að leggja til atlögu við lífríki árinnar. Það verður þá gert þvert á það sem þrautreyndir vísindamenn telja forsvaranlegt og Veiðifélag Þjórsár hefur bent á í umsögnum síðustu ára. Færa má rök fyrir því að ég og stjórn veiðifélagsins öll hafi farið varlega í að gefa eftir vegna Hvammsvirkjunar. Meirihlutinn sem nú er orðin samanstendur af mönnum sem hefur starfað með mér fram að þessu, að Harldi Þór oddvita undanskildum. Svo virðist sem sumir þeirra hafi snúist eins og vindhanar á bæjarbust og með nýjum formanni fórnað heiðarleikanum og farið í hina áttina og munu fagna væntanlegum framkvæmdum. Þegar oddvit Skeið Gnúp/formaður Veiðifélags Þjórsár skrifar um að hann ætli að vinna með Landsvirkjun og stækka lífríki Þjósár með að opna fiskvegi í t.d. upp fjölda fossa sem ekki eru nú þegar laxgengir, verður formaðurinn að finna lausn á því að koma laxinum í gegnum fjögura ferkílómetra straumlítið lón Hvammsvirkjunar. Fyrr kemur ekki að fossunum. Hvergi hefur tekist að koma laxi í ám með náttúrulegum stöðuvötnum í efrihluta ánna þó engin önnur hindrun sé en straumleysi vatnsins ( Haukadalsá, Flókadalsá ). Það er augljóst að stjórn veiðfélagsins var tekin yfir af hagsmunaaðilum virkjunarmála með ásetningi oddvita tveggja sveitafélaga. Lífríkinu skal fórnað, svo dapurlegt er það að sitja svo beggja megin borðs og ákveða hvorir hagsmunir vegi þyngra lífríkið eða buddan og það gæti átt við um fleiri stjórnarmenn. Að láta það trufla sig að einhverjir einstaklingar hafi aðra skoðun en formaður/oddviti varðandi Hvammsvirkjun er sérstrakt. Í upplýstu samfélagi er fólki heimilt að tjá skoðanir sínar og að sett sé fram upplýsingasíða er mjög eðlilegt, sérstaklega þegar áformað verkefni umturnar sveitinni. Aðilar tjá sínar skoðanir á málefnum þessa risa verkefnis í hjarta fallegrar sveitar. Ég vil skora á oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps að nota ekki heimasíðu sveitafélagsins til þess að reyna ná ærunni af þegnum sínum og níða niður skó þeirra. Ég hef unnið af heilindum og samviskusemi sem formaður Veiðifélags Þjórsár og er stoltur af verkum mínum fyrir félagið. Oddur Guðni Bjarnason, Stöðulfelli.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun