Körfubolti

Blóðgaði dómara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blóðið lak úr nefi Scotts Foster.
Blóðið lak úr nefi Scotts Foster.

Lu Dort, leikmaður Oklahoma City Thunder, er mikill baráttujaxl og leggur sig alltaf allan fram. Í leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt meiddi hann óvart einn þriggja dómaranna.

Hinn þrautreyndi Scott Foster fékk nefnilega blóðnasir eftir að hönd Dorts rakst í hann eftir uppkast þar sem þeir Julius Randle börðust um boltann.

Blóð rann úr nefi Fosters niður á gólfið og hann þurfti að fá aðhlynningu. Eftir það sneri hann galvaskur aftur til leiks.

Foster er gríðarlega reynslumikill en hann hefur dæmt í NBA frá tímabilinu 1994-95.

Oklahoma vann leikinn nokkuð örugglega, 118-103. Shai Gilgeous-Alexander tók við MVP-styttunni fyrir leikinn og skoraði svo 38 stig. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×