Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2025 17:31 Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Rekstur hins opinbera Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Neytendur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun