Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2025 17:31 Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Rekstur hins opinbera Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Neytendur Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun