Körfubolti

Valinn verð­mætastur eftir besta tíma­bil í sögu fé­lagsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander var með tölfræði sem hefur ekki sést síðan Michael Jordan spilaði í NBA.
Shai Gilgeous-Alexander var með tölfræði sem hefur ekki sést síðan Michael Jordan spilaði í NBA. Carmen Mandato/Getty Images

Shai Gilgeous-Alexander var valinn verðmætasti leikmaður NBA í gærkvöldi, eftir að hafa skorað mest allra leikmanna að meðaltali og farið fyrir liði Oklahoma City Thunder á besta tímabili í sögu félagsins. Shai fékk 71 af 100 atkvæðum en Nikola Jokic varð annar með 29 atkvæði.

Shai skoraði 32,7 stig að meðaltali á tímabilinu með 51,9 prósent skotnýtingu, auk þess að gefa 6,4 stoðsendingar, grípa 5 fráköst, stela boltanum 1,7 sinnum og verja hann 1 sinni.

Shai er aðeins annar leikmaður sögunnar til að ná slíkri tölfræði, á eftir Michael Jordan.

Jordan var með tölfræðilínuna, meira en 30 stig - 5 fráköst - 5 stoðsendingar - 1,5 stolinn - 1 varinn, á tveimur af fimm tímabilum sem hann var valinn verðmætastur.

Shai er þriðji leikmaðurinn í sögu OKC sem er valinn verðmætastur, á eftir Kevin Durant (2014) og Russell Westbrook (2017).

OKC er komið í úrslit vesturdeildarinnar, eftir að hafa unnið hana með 68 sigra á tímabilinu, og leiðir einvígið gegn Timberwolves 1-0.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×