Afdrif Hörpunnar enn á huldu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. maí 2025 07:01 Tæp nítján ár eru nú liðin síðan síðan harmleikurinn við Skarfasker átti sér stað en nýjar umræður hafa sprottið um málið eftir að fjallað var um það í þætti Íslenskra Sakamála í mars síðastliðnum. Samsett Harpan, af gerðinni Skillsø 33 Arctic, tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu. Það var árið 2006 þegar umræðan blossaði upp á Íslandi um afdrif bátsins sem fór í flutningaskip frá Kársnesi til Noregs. Harpan hafði þá orðið fyrir miklum skemmdum í árekstri í skemmtiferð á Skarfaskeri, þar sem sambýlisfólkið Friðrik Ásgeir Hermannsson, 34 ára, og Matthildur Victoría Harðardóttir, 51 árs létust. Eigandi bátsins, Jónas Garðarsson, var talinn eignalaus og kvaðst ekki hafa burði til að greiða bætur til eftirlifandi hinna látnu. Samt sem áður flutti hann Hörpuna úr landi – og hóf viðgerð á henni í Noregi. Fyrirvaralaus sala og flutningur úr landi Þann 6. júní árið 2006 var Jónas, sem er fyrrum formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, fundinn sekur um manndráp af gáleysi og stórfelld brot á skipstjórnarlögum- eftir að skemmtibátur hans Harpa strandaði á Skarfaskeri í september árið áður, með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var undir áhrifum áfengis við stýrið og gerði ekki nauðsynlegar björgunarráðstafanir. Hann reyndi að varpa ábyrgðinni yfir á Matthildi Harðardóttur, sem lést í slysinu, en dómurinn taldi sannað að Jónas hefði verið við stjórnvölinn og borið alla ábyrgð. Jónas var dæmdur í þriggja ára fangelsi og var auk þess gert að greiða aðstandendum hinna látnu tíu milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 10. maí árið 2007. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt sakavottorði Jónasar hefði hann í þrígang verið sakfelldur fyrir brot á tollalögum. Neitaði að upplýsa hver keypti bátinn Harpan varð í kjölfarið uppspretta umfangsmikilla og langvarandi deilumála. Eftir að héraðsdómur dæmdi Jónas sekan og gerði honum skylt að greiða bætur lögðu aðstandendur fórnarlambanna fram beiðni til sýslumanns um að setja Hörpuna í svokallaða löggeymslu í þeim tilgangi að tryggja greiðslu skaðabótanna með sölu bátsins á nauðungaruppboði. Þar áður hafði Harpan verið geymd í bílskúr við Lyngás í Garðabæ, og var meðal annars farið í vettvangsferð með dómara í málinu til að skoða bátinn og aðstæður betur. Í nóvember árið 2006 urðu aðstandendur varir við að báturinn væri horfinn og fengu staðfest að Harpa hefði nokkrum dögum fyrr verið flutt með flutningaskipi Atlantskipa til Danmerkur. Þá höfðu aðstandendurnir einnig fengið upplýsingar um að Jónas hefði selt bátinn til Bandaríkjamanns í september það sama ár og að Harpa væri komin til í Seattle í Bandaríkjunum. Jónas hélt því hins vegar fram að hann hefði selt bátinn í byrjun árs 2006, áður en löggeymslubeiðnin var sett fram. Hann neitaði jafnframt að upplýsa hver hefði keypt bátinn og kvað sýslumann ekki hafa haft heimild til að kyrrsetja eign sem væri ekki lengur í hans eigu. Aðstandendur töldu hins vegar að báturinn hafi verið í eigu Jónasar þegar löggeymslubeiðnin var sett fram. Hann hefði vísvitandi komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna. Viðgerð í Noregi og hverful örlög Aðstandendur Matthildar og Friðriks lögðu í kjölfarið fram kæru á hendur Jónasi fyrir skilasvik, þar sem þeir töldu hann hafa með ásetningi komið bátnum undan til að komast hjá greiðslu skaðabótanna. Í kærunni var sérstaklega bent á að Jónas hefði í öllum samskiptum við dómskerfið viðurkennt að vera eigandi Hörpu og sýnt bátinn sjálfur við vettvangsskoðun dómsins, sem aðstandendur töldu vera sönnun þess að hann hefði enn þá verið eigandi Hörpunnar þegar löggeymslubeiðnin var lögð fram. Lögmaður aðstandendanna lýsti því yfir að allar innheimtutilraunir hefðu verið gerðar, en engar eignir fundist í búi Jónasar. Einungis 600 þúsund krónur fengust greiddar úr bótasjóði ríkisins til aðstandenda hinna látnu. Skaðabótakröfurnar fyrndust að lokum, tólf árum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Í ágúst árið 2010 var greint frá því að Jónas hefði snúið aftur til trúnaðarstarfa fyrir Sjómannafélag Íslands. Til að byrja með var hann settur í nefnd til að semja um kjör fyrir sjómenn um borð í skipum Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn formaður félagsins aftur. Einnig var hann tekinn inn í stjórn Hrafnistu. Jónas sagði af sér sem formaður árið 2018 og er í dag gjaldkeri Sjómannadagsráðs. Í kjölfar þess að Harpa var flutt til Danmerkur á sínum tíma bárust upplýsingar um að báturinn hefði verið færður áfram til Noregs, árið 2006, þar sem hann fór í viðgerð að beiðni Jónasar sjálfs. Í janúar 2008 hafði norska lögreglan engar upplýsingar um hvar Harpan væri niður komin og hlutir bátsins, sem lögðust undir skuldakröfur, fundust aldrei. Reyndist vera í Arendal Í fyrsta þætti annarrar seríu af Íslenskum Sakamálum, í umsjón Sigursteins Mássonar, er fjallað ítarlega um harmleikinn á Skarfaskeri, allt frá upphafi til dagsins í dag. Í kjölfarið hafa komið fram nýjar upplýsingar um afdrif Hörpunnar. Meðfylgjandi ljósmynd af Hörpunni er tekin í Arendal, Noregi, árið 2011. Á myndinni sést að báturinn er ekki í siglingahæfu ástandi en hefur nýtt stefni, sem passar við skemmdirnar sem urðu við áreksturinn á Skarfasker.Aðsend Heimildarmaður Vísis, sem tók myndina árið 2011, segist hafa á sínum tíma haft samband við mann í Noregi sem hafði orð á sér fyrir að vera laghentur við viðgerðir á plastbátum. Sá sagðist ekkert vita um málið, en síðar kom í ljós að hann hafði tekið við Hörpunni og byrjað að laga hana. Hann smíðaði nýtt stefni en hætti viðgerð þegar greiðslur frá Jónasi hættu. Árið 2011 fór heimildarmaðurinn til Noregs til að vinna í Stavanger. Þar hitti hann gamlan vin sem tók hann í bíltúr til Arendal. Þar sýndi vinurinn honum bát sem hann var að laga og upplýsti hann um að þetta væri Harpan. Þá varð ljóst að maðurinn hafði í raun tekið við bátnum frá Jónasi og byrjað viðgerð á honum, þar á meðal smíði á nýju stefni, sem stemmdi við skemmdirnar eftir slysið. Viðgerðirnar höfðu þó staðið á hakanum um tíma þar sem greiðslur frá Jónasi höfðu stöðvast. Maðurinn var ekki tilbúinn að halda áfram vinnunni nema að Jónas myndi afsala sér bátnum svo hann gæti selt hann og fengið til baka það sem lagt hafði verið í viðgerðina. Jónas hafnaði því alfarið og þar með lauk vinnunni og báturinn stóð ókláraður. Stefnið hafði verið smíðað en ekkert fest við bátinn, sem var í niðurníddu ástandi og algjörlega ósiglingahæfur. Heimildarmaðurinn kveðst ekki vita hvar báturinn er í dag. Ekkert er vitað um hvort Jónas hafi reynt að ljúka viðgerðum eða komið bátnum aftur í notkun. Vinurinn hafði þá gefið það út að hann ætlaði sér ekki að halda áfram viðgerðunum og að báturinn yrði líklega aldrei settur í sjó aftur, þar sem búið væri að stela búnaði af bátnum ofan af vélinni. Full ástæða til endurupptöku „Það sem gerir þetta svo óbærilegt er að ríkissaksóknari afléttir löggeymslu á bátnum á sínum tíma og þannig renna öll völd úr höndum okkar aðstandenda. Við sitjum bara eftir og það er eins og ekkert hafi gerst. Klúðrið og skömmin er hjá ríkissaksóknara,“ segir Baldur Þórhallsson í samtali við Vísi en hann er bróðir Friðriks Ásgeirs Hermannssonar sem lét lífið í harmleiknum við Skarfasker árið 2006. Tæp nítján ár eru nú liðin síðan síðan harmleikurinn við Skarfasker átti sér stað, en fyrir Baldur og fjölskyldu hans er málið langt frá því að vera yfirstaðið. Nýleg umfjöllun um málið í þætti Íslenskra Sakamála hefur vakið upp gömul sár og spurningar um hvernig yfirvöld tóku á málinu. Baldur segir það sömuleiðis liggja í augum uppi að ákveðin tengslanet og völd á litla Íslandi komi í veg fyrir að mál af þessu tagi fái réttláta meðferð. „Jónas situr enn í Sjómannadagsráði og var endurkjörinn formaður á sínum tíma. Þetta virðist ekki hafa truflað líf hans að neinu ráði.“ Aðspurður segir Baldur að vissulega hafi umfjöllunin í Íslenskum málum „hrist upp“ í fólki og vakið upp umræður um málið. Það eina sem fjölskyldan óski sé að málið verði tekið upp að nýju. „Ef það er eitthvað mál hér á landi, fyrir utan Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem á rétt á endurupptöku, þá er það þetta mál. Það er engin spurning.“ Neitaði að tjá sig „Ég ætla bara ekkert að svara þessu. Ég tjái mig ekki um þetta,“ sagði Jónas Garðarsson þegar blaðamaður Vísis hafði samband. Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Það var árið 2006 þegar umræðan blossaði upp á Íslandi um afdrif bátsins sem fór í flutningaskip frá Kársnesi til Noregs. Harpan hafði þá orðið fyrir miklum skemmdum í árekstri í skemmtiferð á Skarfaskeri, þar sem sambýlisfólkið Friðrik Ásgeir Hermannsson, 34 ára, og Matthildur Victoría Harðardóttir, 51 árs létust. Eigandi bátsins, Jónas Garðarsson, var talinn eignalaus og kvaðst ekki hafa burði til að greiða bætur til eftirlifandi hinna látnu. Samt sem áður flutti hann Hörpuna úr landi – og hóf viðgerð á henni í Noregi. Fyrirvaralaus sala og flutningur úr landi Þann 6. júní árið 2006 var Jónas, sem er fyrrum formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, fundinn sekur um manndráp af gáleysi og stórfelld brot á skipstjórnarlögum- eftir að skemmtibátur hans Harpa strandaði á Skarfaskeri í september árið áður, með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var undir áhrifum áfengis við stýrið og gerði ekki nauðsynlegar björgunarráðstafanir. Hann reyndi að varpa ábyrgðinni yfir á Matthildi Harðardóttur, sem lést í slysinu, en dómurinn taldi sannað að Jónas hefði verið við stjórnvölinn og borið alla ábyrgð. Jónas var dæmdur í þriggja ára fangelsi og var auk þess gert að greiða aðstandendum hinna látnu tíu milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur staðfesti dóminn þann 10. maí árið 2007. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt sakavottorði Jónasar hefði hann í þrígang verið sakfelldur fyrir brot á tollalögum. Neitaði að upplýsa hver keypti bátinn Harpan varð í kjölfarið uppspretta umfangsmikilla og langvarandi deilumála. Eftir að héraðsdómur dæmdi Jónas sekan og gerði honum skylt að greiða bætur lögðu aðstandendur fórnarlambanna fram beiðni til sýslumanns um að setja Hörpuna í svokallaða löggeymslu í þeim tilgangi að tryggja greiðslu skaðabótanna með sölu bátsins á nauðungaruppboði. Þar áður hafði Harpan verið geymd í bílskúr við Lyngás í Garðabæ, og var meðal annars farið í vettvangsferð með dómara í málinu til að skoða bátinn og aðstæður betur. Í nóvember árið 2006 urðu aðstandendur varir við að báturinn væri horfinn og fengu staðfest að Harpa hefði nokkrum dögum fyrr verið flutt með flutningaskipi Atlantskipa til Danmerkur. Þá höfðu aðstandendurnir einnig fengið upplýsingar um að Jónas hefði selt bátinn til Bandaríkjamanns í september það sama ár og að Harpa væri komin til í Seattle í Bandaríkjunum. Jónas hélt því hins vegar fram að hann hefði selt bátinn í byrjun árs 2006, áður en löggeymslubeiðnin var sett fram. Hann neitaði jafnframt að upplýsa hver hefði keypt bátinn og kvað sýslumann ekki hafa haft heimild til að kyrrsetja eign sem væri ekki lengur í hans eigu. Aðstandendur töldu hins vegar að báturinn hafi verið í eigu Jónasar þegar löggeymslubeiðnin var sett fram. Hann hefði vísvitandi komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna. Viðgerð í Noregi og hverful örlög Aðstandendur Matthildar og Friðriks lögðu í kjölfarið fram kæru á hendur Jónasi fyrir skilasvik, þar sem þeir töldu hann hafa með ásetningi komið bátnum undan til að komast hjá greiðslu skaðabótanna. Í kærunni var sérstaklega bent á að Jónas hefði í öllum samskiptum við dómskerfið viðurkennt að vera eigandi Hörpu og sýnt bátinn sjálfur við vettvangsskoðun dómsins, sem aðstandendur töldu vera sönnun þess að hann hefði enn þá verið eigandi Hörpunnar þegar löggeymslubeiðnin var lögð fram. Lögmaður aðstandendanna lýsti því yfir að allar innheimtutilraunir hefðu verið gerðar, en engar eignir fundist í búi Jónasar. Einungis 600 þúsund krónur fengust greiddar úr bótasjóði ríkisins til aðstandenda hinna látnu. Skaðabótakröfurnar fyrndust að lokum, tólf árum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Í ágúst árið 2010 var greint frá því að Jónas hefði snúið aftur til trúnaðarstarfa fyrir Sjómannafélag Íslands. Til að byrja með var hann settur í nefnd til að semja um kjör fyrir sjómenn um borð í skipum Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn formaður félagsins aftur. Einnig var hann tekinn inn í stjórn Hrafnistu. Jónas sagði af sér sem formaður árið 2018 og er í dag gjaldkeri Sjómannadagsráðs. Í kjölfar þess að Harpa var flutt til Danmerkur á sínum tíma bárust upplýsingar um að báturinn hefði verið færður áfram til Noregs, árið 2006, þar sem hann fór í viðgerð að beiðni Jónasar sjálfs. Í janúar 2008 hafði norska lögreglan engar upplýsingar um hvar Harpan væri niður komin og hlutir bátsins, sem lögðust undir skuldakröfur, fundust aldrei. Reyndist vera í Arendal Í fyrsta þætti annarrar seríu af Íslenskum Sakamálum, í umsjón Sigursteins Mássonar, er fjallað ítarlega um harmleikinn á Skarfaskeri, allt frá upphafi til dagsins í dag. Í kjölfarið hafa komið fram nýjar upplýsingar um afdrif Hörpunnar. Meðfylgjandi ljósmynd af Hörpunni er tekin í Arendal, Noregi, árið 2011. Á myndinni sést að báturinn er ekki í siglingahæfu ástandi en hefur nýtt stefni, sem passar við skemmdirnar sem urðu við áreksturinn á Skarfasker.Aðsend Heimildarmaður Vísis, sem tók myndina árið 2011, segist hafa á sínum tíma haft samband við mann í Noregi sem hafði orð á sér fyrir að vera laghentur við viðgerðir á plastbátum. Sá sagðist ekkert vita um málið, en síðar kom í ljós að hann hafði tekið við Hörpunni og byrjað að laga hana. Hann smíðaði nýtt stefni en hætti viðgerð þegar greiðslur frá Jónasi hættu. Árið 2011 fór heimildarmaðurinn til Noregs til að vinna í Stavanger. Þar hitti hann gamlan vin sem tók hann í bíltúr til Arendal. Þar sýndi vinurinn honum bát sem hann var að laga og upplýsti hann um að þetta væri Harpan. Þá varð ljóst að maðurinn hafði í raun tekið við bátnum frá Jónasi og byrjað viðgerð á honum, þar á meðal smíði á nýju stefni, sem stemmdi við skemmdirnar eftir slysið. Viðgerðirnar höfðu þó staðið á hakanum um tíma þar sem greiðslur frá Jónasi höfðu stöðvast. Maðurinn var ekki tilbúinn að halda áfram vinnunni nema að Jónas myndi afsala sér bátnum svo hann gæti selt hann og fengið til baka það sem lagt hafði verið í viðgerðina. Jónas hafnaði því alfarið og þar með lauk vinnunni og báturinn stóð ókláraður. Stefnið hafði verið smíðað en ekkert fest við bátinn, sem var í niðurníddu ástandi og algjörlega ósiglingahæfur. Heimildarmaðurinn kveðst ekki vita hvar báturinn er í dag. Ekkert er vitað um hvort Jónas hafi reynt að ljúka viðgerðum eða komið bátnum aftur í notkun. Vinurinn hafði þá gefið það út að hann ætlaði sér ekki að halda áfram viðgerðunum og að báturinn yrði líklega aldrei settur í sjó aftur, þar sem búið væri að stela búnaði af bátnum ofan af vélinni. Full ástæða til endurupptöku „Það sem gerir þetta svo óbærilegt er að ríkissaksóknari afléttir löggeymslu á bátnum á sínum tíma og þannig renna öll völd úr höndum okkar aðstandenda. Við sitjum bara eftir og það er eins og ekkert hafi gerst. Klúðrið og skömmin er hjá ríkissaksóknara,“ segir Baldur Þórhallsson í samtali við Vísi en hann er bróðir Friðriks Ásgeirs Hermannssonar sem lét lífið í harmleiknum við Skarfasker árið 2006. Tæp nítján ár eru nú liðin síðan síðan harmleikurinn við Skarfasker átti sér stað, en fyrir Baldur og fjölskyldu hans er málið langt frá því að vera yfirstaðið. Nýleg umfjöllun um málið í þætti Íslenskra Sakamála hefur vakið upp gömul sár og spurningar um hvernig yfirvöld tóku á málinu. Baldur segir það sömuleiðis liggja í augum uppi að ákveðin tengslanet og völd á litla Íslandi komi í veg fyrir að mál af þessu tagi fái réttláta meðferð. „Jónas situr enn í Sjómannadagsráði og var endurkjörinn formaður á sínum tíma. Þetta virðist ekki hafa truflað líf hans að neinu ráði.“ Aðspurður segir Baldur að vissulega hafi umfjöllunin í Íslenskum málum „hrist upp“ í fólki og vakið upp umræður um málið. Það eina sem fjölskyldan óski sé að málið verði tekið upp að nýju. „Ef það er eitthvað mál hér á landi, fyrir utan Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem á rétt á endurupptöku, þá er það þetta mál. Það er engin spurning.“ Neitaði að tjá sig „Ég ætla bara ekkert að svara þessu. Ég tjái mig ekki um þetta,“ sagði Jónas Garðarsson þegar blaðamaður Vísis hafði samband.
Dómsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira