Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. nóvember 2025 15:48 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“ Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“
Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira