Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Eiður Þór Árnason skrifar 16. maí 2025 00:13 Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag. AP Photo/Abdel Kareem Hana Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira