Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar 15. maí 2025 07:30 Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Við í Framsókn teljum að það sé svigrúm til hækkunar veiðigjalda, en þær breytingar verða að gerast á yfirvegaðan, gagnsæjan og skynsamlegan hátt. Áhrifin af frumvarpinu sem nú liggur fyrir eru of víðtæk og hafa ekki verið nægilega vel metin, sérstaklega hvað varðar sveitarfélög sem byggja útsvarstekjur sínar á útgerð, vinnslu og tengdum atvinnugreinum. Framsókn hefur bent á nauðsyn þess að gera ítarlega áhrifagreiningu áður en slíkar breytingar eru festar í lög. Sveitarfélög víða um land hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á grunnþjónustu ef útsvarstekjur skerðast. Það er staðreynd að þegar sjávarútvegurinn dregst saman hefur það bein áhrif á getu sveitarfélaga til að reka skóla, félagsþjónustu og viðhalda mikilvægum innviðum svo fátt eitt sé nefnt. Eru aðrar skynsamlegri leiðir? Í ljósi þessa leggur Framsókn fram aðra leið sem tryggir sanngjarnar og stöðugar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að veikja byggðir eða draga úr atvinnusköpun og fjárfestingum. Við höfum lagt til þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt á útgreiddan arð og söluhagnað. Þannig tryggjum við að skattheimtan beinist að raunverulegum hagnaði sem er tekinn út úr sjávarútveginum, en ekki að rekstrinum sjálfum, sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og fjárfestingu. Gagnsæi Við í Framsókn höfum einnig lagt ríka áherslu á gagnsæi í útreikningum á áhrifum frumvarpsins. Nauðsynlegt er að skýrt sé hvernig mismunandi fyrirtæki, stór sem smá, staðsett í dreifðum byggðum eða stærri sveitarfélögum verða fyrir áhrifum. Við erum einnig mjög meðvituð um hættu á samþjöppun og ójafnræði sem illa útfærðar skattbreytingar geta valdið. Slíkar breytingar gætu skert rekstrarumhverfi smærri útgerða sem eru mikilvægar fyrir byggðir víðs vegar um landið. Fyrirsjáanleiki Framsókn hefur tekið undir mikilvægi fyrirsjáanleika og aðlögunartíma ef breytingar verða á veiðigjöldum, líkt og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var tíðrætt um í aðdraganda kosninganna í nóvember 2024. Það er mikilvægt fyrir stöðugleika atvinnulífsins og til að treysta fjárfestingu til framtíðar. Að lokum hefur Framsókn lagt áherslu á raunverulegt samráð. Samráð snýst ekki aðeins um formsatriði heldur um virkt samtal milli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins þar sem lausnir eru unnar í sameiningu. Vöndum til verka Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Sjávarútvegurinn er ekki aðeins órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögunnar heldur flaggskip Íslands í nútímanum. Við erum í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu á sjávarafurðum og íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu hvað varðar sjálfbærni. Við getum með vönduðum og yfirveguðum vinnubrögðum tryggt að svo verði áfram. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Breytingar á veiðigjöldum Framsóknarflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Við í Framsókn teljum að það sé svigrúm til hækkunar veiðigjalda, en þær breytingar verða að gerast á yfirvegaðan, gagnsæjan og skynsamlegan hátt. Áhrifin af frumvarpinu sem nú liggur fyrir eru of víðtæk og hafa ekki verið nægilega vel metin, sérstaklega hvað varðar sveitarfélög sem byggja útsvarstekjur sínar á útgerð, vinnslu og tengdum atvinnugreinum. Framsókn hefur bent á nauðsyn þess að gera ítarlega áhrifagreiningu áður en slíkar breytingar eru festar í lög. Sveitarfélög víða um land hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á grunnþjónustu ef útsvarstekjur skerðast. Það er staðreynd að þegar sjávarútvegurinn dregst saman hefur það bein áhrif á getu sveitarfélaga til að reka skóla, félagsþjónustu og viðhalda mikilvægum innviðum svo fátt eitt sé nefnt. Eru aðrar skynsamlegri leiðir? Í ljósi þessa leggur Framsókn fram aðra leið sem tryggir sanngjarnar og stöðugar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að veikja byggðir eða draga úr atvinnusköpun og fjárfestingum. Við höfum lagt til þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt á útgreiddan arð og söluhagnað. Þannig tryggjum við að skattheimtan beinist að raunverulegum hagnaði sem er tekinn út úr sjávarútveginum, en ekki að rekstrinum sjálfum, sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og fjárfestingu. Gagnsæi Við í Framsókn höfum einnig lagt ríka áherslu á gagnsæi í útreikningum á áhrifum frumvarpsins. Nauðsynlegt er að skýrt sé hvernig mismunandi fyrirtæki, stór sem smá, staðsett í dreifðum byggðum eða stærri sveitarfélögum verða fyrir áhrifum. Við erum einnig mjög meðvituð um hættu á samþjöppun og ójafnræði sem illa útfærðar skattbreytingar geta valdið. Slíkar breytingar gætu skert rekstrarumhverfi smærri útgerða sem eru mikilvægar fyrir byggðir víðs vegar um landið. Fyrirsjáanleiki Framsókn hefur tekið undir mikilvægi fyrirsjáanleika og aðlögunartíma ef breytingar verða á veiðigjöldum, líkt og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var tíðrætt um í aðdraganda kosninganna í nóvember 2024. Það er mikilvægt fyrir stöðugleika atvinnulífsins og til að treysta fjárfestingu til framtíðar. Að lokum hefur Framsókn lagt áherslu á raunverulegt samráð. Samráð snýst ekki aðeins um formsatriði heldur um virkt samtal milli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins þar sem lausnir eru unnar í sameiningu. Vöndum til verka Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Sjávarútvegurinn er ekki aðeins órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögunnar heldur flaggskip Íslands í nútímanum. Við erum í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu á sjávarafurðum og íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu hvað varðar sjálfbærni. Við getum með vönduðum og yfirveguðum vinnubrögðum tryggt að svo verði áfram. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun