Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. maí 2025 07:01 Carmen Tryggvadóttir lifir ævintýraríku lífi í Los Angeles. Hún ferðast mikið um heiminn sömuleiðis en hún vinnur með Laufeyju Lín. Instagram „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. Fræg kvikmynd í framhaldsskólanum Foreldrar Carmenar eru íslensk og starfa sem arkítektar í Los Angeles. Þau heita Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir og reka arkitektastofuna Minarc. Carmen fæddist árið 2002 í strandbænum Santa Monica í LA. „Ég eyddi barnæskunni við sjóinn. Borgin hefur haft mikil áhrif á mig og það er eitthvað alveg sérstakt við það að alast upp við ströndina í bakgarðinum og sól alla daga.“ Kvikmyndaiðnaðurinn er auðvitað gríðarstór í Los Angeles og því er víða hægt að finna tengingar við dægurmenningu. „Ég fór í framhaldsskóla þar sem kvikmyndin 17 Again með Zac Efron var tekin upp. Svo fór ég í háskóla í UC Berkeley og var í systrafélagi (e. sorority). Núna er ég að deita strák sem er í bræðralagi (e. Frat boy) og vinn í tónlistarbransanum í Los Angeles. Þetta er smá eins og í bandarískri bíómynd,“ segir Carmen og hlær. Carmen og kærastinn Jonah á Petersen svítunni í Reykjavík.Aðsend Sólbað á morgnana og skíði á kvöldin Hún segir að veðrið sé án alls efa það besta við borgina. „Það er eiginlega alltaf gott, sem gerir allt aðeins léttara. Ég var mikið í íþróttum þegar ég var yngri, til dæmis í róðri og á brimbretti en það væri aðeins erfiðara að stunda það í tíu metra snjóstormi í janúar á Íslandi. Svo er líka hægt að fara á ströndina í sólbað um morguninn og upp á fjall á skíði seinna sama daginn sem er auðvitað magnað.“ View this post on Instagram A post shared by Carmen Inga Tryggvadóttir (@carmen.inga) Hún segir að fjölbreytileikinn sé þó það sem hún kunni mest að meta við Los Angeles. „Ég ólst upp í samfélagi þar sem fólk var hvatt til að vera nákvæmlega það sem það er og það hefur haft djúp áhrif á það hvernig ég horfi á heiminn.“ Hún segir að fjarlægðin frá Íslandi geti þó stundum verið krefjandi. „Bæði bókstaflega og menningarlega. Stundum vill maður bara skreppa í sund, fá sér ís í ísbúð Vesturbæjar eða kíkja í kaffi til ömmu og afa. LA getur líka verið pínu performatívt, allt er fallegt á yfirborðinu en maður verður að læra að halda fast í sína jarðtengingu og sinn veruleika.“ Ógleymanlegt fyrsta Coachella með Laufeyju Carmen hefur unnið með súperstjörnunni Laufeyju undanfarin ár og er starfið sannarlega fjölbreytt. „Við erum báðar hluti af íslenska samfélaginu hér í LA. Alexandra Sif eldri systir mín bjó á Íslandi áður en hún flutti aftur út til LA og hún þekkti til Laufeyjar, út frá því fór þetta af stað og það þróaðist náttúrulega áfram,“ segir Carmen um samstarfið. View this post on Instagram A post shared by Carmen Inga Tryggvadóttir (@carmen.inga) „Svo hjálpar að ég kann að tala islensku og eigi bæði íslenskt og bandarískt vegabréf.“ Hjá Carmen er enginn dagur eins. „Það er ekkert sem heitir venjulegur dagur. Við erum alltaf annað hvort á tónleikum, í ferðalagi eða að undirbúa eitthvað nýtt og spennandi. Ég vakna yfirleitt snemma, næ mér í kaffi, fer á æfingu og tek svo daginn eins og hann kemur. Starfið mitt er mjög svo fjölbreytt og ég sé um alls konar verkefni, allt frá skipulagi viðburða yfir í að styðja við sköpunarferlið. Það er krefjandi en ég elska að vera hluti af einhverju stærra. Það stendur sérstaklega upp úr þegar maður sér lag verða til frá fyrstu hugmynd og alla leið yfir á svið.“ Carmen fór með Laufeyju og teyminu á tónlistarhátíðina Coachella í apríl. Hátíðin er ein sú allra stærsta og þangað mæta flest allar stærstu stjörnur í heiminum. „Þetta var smá óraunveruleg upplifun. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á Coachella og ég fór beint á VIP svæðið baksviðs sem er á listamannasvæðið. Svo sá ég tónlistarkonuna Charli XCX koma fram og hún er klikkuð á sviði. Ég elska hana. Við deildum svæði með Natöshu Bedingfield, Cynthia Erivo og LL Cool J. Það er eitthvað við það að sjá svona stórstjörnur í sínu náttúrulega umhverfi og fatta að allir eru bara fólk. Það var fallegt og ógleymanlegt.“ Tekur Ísland með sér til LA Carmen hefur ótrúlega gaman að því að lifa og hrærast í listasenunni og það er ýmislegt sem stendur upp úr. „Það er eitthvað svo magnað að verða vitni að því hvernig list lifnar við. Ég hef fengið að vera hluti af ferlinu þegar Laufey býr til lög, allt frá fyrstu nótunni á píanóinu til fullunninnar upptöku. Og svo þegar hún stendur á sviðinu og fólk grætur úr þakklæti, það er ólýsanlegt. Það minnir mann á hvers vegna list skiptir máli.“ View this post on Instagram A post shared by Carmen Inga Tryggvadóttir (@carmen.inga) Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að flytja einhvern tíma aftur til Íslands segir Carmen: „Aldrei segja aldrei. Ég elska Ísland. Fjölskyldan mín er þar, menningin og fólkið, allt þetta gerir landið svo einstakt. Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég myndi flytja þangað einhvern daginn. Ég held þó að ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA. Ég hélt 17. júní partý heima hjá mér og kynnti vini mína fyrir íslenskri menningu. Propsin fara samt beint á mömmu, hún var svo ótrúlega dugleg að halda tungumálinu og menningunni lifandi fyrir okkur.“ Carmen nýtur lífsins til hins ítrasta og segist ekki alveg viss um hver hennar framtíðardraumur er. „Ef ég má láta mig dreyma þá væri það líklega að eiga lítinn vínbar, þar sem góð tónlist, gott vín og stemning mætast.“ Íslendingar erlendis Laufey Lín Hollywood Tónlist Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Sjá meira
Fræg kvikmynd í framhaldsskólanum Foreldrar Carmenar eru íslensk og starfa sem arkítektar í Los Angeles. Þau heita Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir og reka arkitektastofuna Minarc. Carmen fæddist árið 2002 í strandbænum Santa Monica í LA. „Ég eyddi barnæskunni við sjóinn. Borgin hefur haft mikil áhrif á mig og það er eitthvað alveg sérstakt við það að alast upp við ströndina í bakgarðinum og sól alla daga.“ Kvikmyndaiðnaðurinn er auðvitað gríðarstór í Los Angeles og því er víða hægt að finna tengingar við dægurmenningu. „Ég fór í framhaldsskóla þar sem kvikmyndin 17 Again með Zac Efron var tekin upp. Svo fór ég í háskóla í UC Berkeley og var í systrafélagi (e. sorority). Núna er ég að deita strák sem er í bræðralagi (e. Frat boy) og vinn í tónlistarbransanum í Los Angeles. Þetta er smá eins og í bandarískri bíómynd,“ segir Carmen og hlær. Carmen og kærastinn Jonah á Petersen svítunni í Reykjavík.Aðsend Sólbað á morgnana og skíði á kvöldin Hún segir að veðrið sé án alls efa það besta við borgina. „Það er eiginlega alltaf gott, sem gerir allt aðeins léttara. Ég var mikið í íþróttum þegar ég var yngri, til dæmis í róðri og á brimbretti en það væri aðeins erfiðara að stunda það í tíu metra snjóstormi í janúar á Íslandi. Svo er líka hægt að fara á ströndina í sólbað um morguninn og upp á fjall á skíði seinna sama daginn sem er auðvitað magnað.“ View this post on Instagram A post shared by Carmen Inga Tryggvadóttir (@carmen.inga) Hún segir að fjölbreytileikinn sé þó það sem hún kunni mest að meta við Los Angeles. „Ég ólst upp í samfélagi þar sem fólk var hvatt til að vera nákvæmlega það sem það er og það hefur haft djúp áhrif á það hvernig ég horfi á heiminn.“ Hún segir að fjarlægðin frá Íslandi geti þó stundum verið krefjandi. „Bæði bókstaflega og menningarlega. Stundum vill maður bara skreppa í sund, fá sér ís í ísbúð Vesturbæjar eða kíkja í kaffi til ömmu og afa. LA getur líka verið pínu performatívt, allt er fallegt á yfirborðinu en maður verður að læra að halda fast í sína jarðtengingu og sinn veruleika.“ Ógleymanlegt fyrsta Coachella með Laufeyju Carmen hefur unnið með súperstjörnunni Laufeyju undanfarin ár og er starfið sannarlega fjölbreytt. „Við erum báðar hluti af íslenska samfélaginu hér í LA. Alexandra Sif eldri systir mín bjó á Íslandi áður en hún flutti aftur út til LA og hún þekkti til Laufeyjar, út frá því fór þetta af stað og það þróaðist náttúrulega áfram,“ segir Carmen um samstarfið. View this post on Instagram A post shared by Carmen Inga Tryggvadóttir (@carmen.inga) „Svo hjálpar að ég kann að tala islensku og eigi bæði íslenskt og bandarískt vegabréf.“ Hjá Carmen er enginn dagur eins. „Það er ekkert sem heitir venjulegur dagur. Við erum alltaf annað hvort á tónleikum, í ferðalagi eða að undirbúa eitthvað nýtt og spennandi. Ég vakna yfirleitt snemma, næ mér í kaffi, fer á æfingu og tek svo daginn eins og hann kemur. Starfið mitt er mjög svo fjölbreytt og ég sé um alls konar verkefni, allt frá skipulagi viðburða yfir í að styðja við sköpunarferlið. Það er krefjandi en ég elska að vera hluti af einhverju stærra. Það stendur sérstaklega upp úr þegar maður sér lag verða til frá fyrstu hugmynd og alla leið yfir á svið.“ Carmen fór með Laufeyju og teyminu á tónlistarhátíðina Coachella í apríl. Hátíðin er ein sú allra stærsta og þangað mæta flest allar stærstu stjörnur í heiminum. „Þetta var smá óraunveruleg upplifun. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á Coachella og ég fór beint á VIP svæðið baksviðs sem er á listamannasvæðið. Svo sá ég tónlistarkonuna Charli XCX koma fram og hún er klikkuð á sviði. Ég elska hana. Við deildum svæði með Natöshu Bedingfield, Cynthia Erivo og LL Cool J. Það er eitthvað við það að sjá svona stórstjörnur í sínu náttúrulega umhverfi og fatta að allir eru bara fólk. Það var fallegt og ógleymanlegt.“ Tekur Ísland með sér til LA Carmen hefur ótrúlega gaman að því að lifa og hrærast í listasenunni og það er ýmislegt sem stendur upp úr. „Það er eitthvað svo magnað að verða vitni að því hvernig list lifnar við. Ég hef fengið að vera hluti af ferlinu þegar Laufey býr til lög, allt frá fyrstu nótunni á píanóinu til fullunninnar upptöku. Og svo þegar hún stendur á sviðinu og fólk grætur úr þakklæti, það er ólýsanlegt. Það minnir mann á hvers vegna list skiptir máli.“ View this post on Instagram A post shared by Carmen Inga Tryggvadóttir (@carmen.inga) Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að flytja einhvern tíma aftur til Íslands segir Carmen: „Aldrei segja aldrei. Ég elska Ísland. Fjölskyldan mín er þar, menningin og fólkið, allt þetta gerir landið svo einstakt. Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég myndi flytja þangað einhvern daginn. Ég held þó að ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA. Ég hélt 17. júní partý heima hjá mér og kynnti vini mína fyrir íslenskri menningu. Propsin fara samt beint á mömmu, hún var svo ótrúlega dugleg að halda tungumálinu og menningunni lifandi fyrir okkur.“ Carmen nýtur lífsins til hins ítrasta og segist ekki alveg viss um hver hennar framtíðardraumur er. „Ef ég má láta mig dreyma þá væri það líklega að eiga lítinn vínbar, þar sem góð tónlist, gott vín og stemning mætast.“
Íslendingar erlendis Laufey Lín Hollywood Tónlist Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Sjá meira