„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 11:43 Til stendur að reisa skólaþorpið á bílastæðinu sem er afmarkað af haustgulum trjám vinstra megin á myndinni. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“ Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira