Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2025 23:01 Væb-bræður heilla. Getty Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár. Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Síðustu ár hefur það verið hluti af opnunarhátíð Eurovision að keppendur gangi svokallaðan túrkis dregil þar sem gestir og gangandi geta hvatt þau til dáða. Nafn dregilsins er væntanlega komið til vegna þess að dregillinn sem gengið er eftir er túrkisblár. Í ár var hlutunum háttað öðruvísi en venjulega og í raun ekið eftir lengsta dregli Eurovision-sögunnar. Aksturinn hófst við Rathaus Basel, ráðhúsið í Basel, og endaði í Eurovision-þorpinu þar sem keppendur lentu í fanginu á fjölmiðlum sem höfðu beðið heillengi eftir þeim. Fréttastofa náði tali af nokkrum keppendum en vegna nýs fyrirkomulags voru viðtölin heldur færri en venjan er. Fjölmiðlum var skipt í sjö flokka og var fréttamaður í sjötta flokki, næst„lélegasta” flokknum. Keppendur fóru í gegnum alla flokkana í dagskrá sem hófst klukkan 14, en þá voru íslenskir fjölmiðlar einmitt komnir á sinn stað. Það var ekki fyrr en tæpum þremur tímum síðar sem sjötti flokkur fékk sitt fyrsta viðtal. Þá voru fjölmiðlar orðnir afar þreyttir á biðinni og keppendur enn þreyttari eftir að hafa klárað fimm flokka á undan. Því voru fjölmargir sem yfirgáfu dregilinn áður en sjötti flokkurinn fékk séns. Nokkrir slepptu líka hluta sjötta flokks til að gefa sjöunda flokknum (miðlar sem sérhæfa sig í Eurovision, bloggarar og fleiri) nokkur viðtöl. Þreytan lét flesta þó ekki stoppa sig og kláraðu dæmið með stæl, til að mynda Væb-bræðurnir og hópurinn þeirra. Allir sem vildu ræða við þá fengu viðtal og það var alveg sama hvað þeir voru búnir að vera lengi að, þeir voru alltaf jafn hressir og til í stuðið. Fjölmiðlamenn um allan heim virðast dýrka hópinn, því það var enginn sem fékk lófatak þegar gengið var inn í sjötta flokkinn, nema Væb-ararnir. Sannkallaðar stórstjörnur hér í Basel. Hér fyrir neðan má sjá þau viðtöl sem fréttamaður náði á túrkis dreglinum í ár.
Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira