Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. maí 2025 21:49 Alexander Rafn skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í kvöld. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. „Hún er bara mjög góð, ég er bara mjög glaður,“ sagði Alexander Rafn aðspurður út í sínar tilfinningar eftir leik. Mark Alexanders Rafns var fallegt og kom strax á 8. mínútu. Hann þrumaði boltanum á lofti eftir að hafa lagt hann fyrir sig eftir misheppnaða hreinsun hjá varnarmönnum ÍBV. „Ég hugsaði fyrir þennan leik að mig langaði ekkert eðlilega mikið að skora, það var markmiðið og að spila vel. Held ég náði því ágætlega.“ Alexander Rafn komst í annað gott færi í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór fram hjá. „Mig langaði í annað. Ég fattaði ekki alveg hvað ég var mikið fyrir miðju og síðan sá ég Jóa [Jóhannes Kristinn], sá dálítið eftir þessu skoti.“ Alexander Rafni líður vel í liði KR þrátt fyrir að vera mjög ungur, aðeins 15 ára. „Það er bara geðveikt. Þetta er mjög skemmtilegt lið og hópur og allir mjög góðir vinir og þeir eru mjög góðir við mig.“ Alexander Rafn segir skilaboð Óskars Hrafns, þjálfara KR, til sín vera einföld. „Bara að vera óhræddur, gera mitt og ég reyndi það allavegana í dag og fannst það ganga ágætlega.“ Alexander Rafn er spenntur fyrir framhaldinu í sumar og ætlar að berjast um sæti í byrjunarliði KR. „Ég ætla bara að berjast fyrir sæti í liðinu, þannig að ég ætla bara að halda áfram.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Hún er bara mjög góð, ég er bara mjög glaður,“ sagði Alexander Rafn aðspurður út í sínar tilfinningar eftir leik. Mark Alexanders Rafns var fallegt og kom strax á 8. mínútu. Hann þrumaði boltanum á lofti eftir að hafa lagt hann fyrir sig eftir misheppnaða hreinsun hjá varnarmönnum ÍBV. „Ég hugsaði fyrir þennan leik að mig langaði ekkert eðlilega mikið að skora, það var markmiðið og að spila vel. Held ég náði því ágætlega.“ Alexander Rafn komst í annað gott færi í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór fram hjá. „Mig langaði í annað. Ég fattaði ekki alveg hvað ég var mikið fyrir miðju og síðan sá ég Jóa [Jóhannes Kristinn], sá dálítið eftir þessu skoti.“ Alexander Rafni líður vel í liði KR þrátt fyrir að vera mjög ungur, aðeins 15 ára. „Það er bara geðveikt. Þetta er mjög skemmtilegt lið og hópur og allir mjög góðir vinir og þeir eru mjög góðir við mig.“ Alexander Rafn segir skilaboð Óskars Hrafns, þjálfara KR, til sín vera einföld. „Bara að vera óhræddur, gera mitt og ég reyndi það allavegana í dag og fannst það ganga ágætlega.“ Alexander Rafn er spenntur fyrir framhaldinu í sumar og ætlar að berjast um sæti í byrjunarliði KR. „Ég ætla bara að berjast fyrir sæti í liðinu, þannig að ég ætla bara að halda áfram.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira