„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. maí 2025 21:35 Brittany Dinksins dró sóknarvagninn í kvöld og er hvergi nærri hætt að eigin sögn Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira