Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 14:22 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Til stendur að selja eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum á næstu vikum. Vísir/Vilhelm Þriðju tilboðsbókinni í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka var bætt við með lagabreytingum sem samþykktar voru á Alþingi í dag. Sú leið á að auka líkur á að stórir fjárfestar taki þátt í útboðinu án þses að gengi verði á forgang einstaklinga. Stefnt er að því að sala á þeim 42,5 prósent hlutabréfa í Íslandsbanka í eigu ríkisins fari fram á fyrri helmingi þessa árs. Almenningur á að hafa forgang í útboðinu og verður tryggt lægsta verðið á hlutum. Breytingarnar sem voru samþykktar á þingi í dag fela það í sér að þriðju tilboðsbókinni svonefndu verði bætt við, tilboðsbók C. Hún veitir eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem gera tilboð fyrir eigin reikning með eignir umfram 70 milljarða króna hefðbundnanara úthlutunarferli. Með þessu móti er vonast til þess að fleiri bréf seljist og stórir fjárfestar taki virkari þátt í útboðinu án þess að það gangi á forgang einstaklinga. Verð á bréfum verður það sama og í tilboðsbók B sem er ætluð lögaðilum og almenningi en tilboð þurfa að nema að lágmarki 300 milljónum króna. Aðeins almenningur getur gert tilboð í tilboðsbók A og nýtur hann forgangs. Hlutirnir þar verða á föstu verði og tekið er við tilboðum allt að tuttugu milljónum króna. Í tilboðsbók B geta lögaðilar og almenningur boðið í hluti, þó aldrei á lægra verði en í A-bók. Lágmarkstilboð þurfa að nema tveimur milljónum króna. Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingarnar eru sagðar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Miklar deilur sköpuðust eftir síðasta útboð ríkisins á hlutum sínum í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði meðal annars af sér því embætti eftir að umboðsmaður Alþingis dró hæfni hans til að selja hlutina í efa í október 2023. Faðir Bjarna var einn þeirra sem fékk að kaupa hluti í bankanum. Alþingi samþykkti lög um sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum í fyrra. Var þeim sagt ætlað að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi yrði viðhöfð við framkvæmdina á útboðsferlinu. Íslandsbanki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Stefnt er að því að sala á þeim 42,5 prósent hlutabréfa í Íslandsbanka í eigu ríkisins fari fram á fyrri helmingi þessa árs. Almenningur á að hafa forgang í útboðinu og verður tryggt lægsta verðið á hlutum. Breytingarnar sem voru samþykktar á þingi í dag fela það í sér að þriðju tilboðsbókinni svonefndu verði bætt við, tilboðsbók C. Hún veitir eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem gera tilboð fyrir eigin reikning með eignir umfram 70 milljarða króna hefðbundnanara úthlutunarferli. Með þessu móti er vonast til þess að fleiri bréf seljist og stórir fjárfestar taki virkari þátt í útboðinu án þess að það gangi á forgang einstaklinga. Verð á bréfum verður það sama og í tilboðsbók B sem er ætluð lögaðilum og almenningi en tilboð þurfa að nema að lágmarki 300 milljónum króna. Aðeins almenningur getur gert tilboð í tilboðsbók A og nýtur hann forgangs. Hlutirnir þar verða á föstu verði og tekið er við tilboðum allt að tuttugu milljónum króna. Í tilboðsbók B geta lögaðilar og almenningur boðið í hluti, þó aldrei á lægra verði en í A-bók. Lágmarkstilboð þurfa að nema tveimur milljónum króna. Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingarnar eru sagðar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Miklar deilur sköpuðust eftir síðasta útboð ríkisins á hlutum sínum í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði meðal annars af sér því embætti eftir að umboðsmaður Alþingis dró hæfni hans til að selja hlutina í efa í október 2023. Faðir Bjarna var einn þeirra sem fékk að kaupa hluti í bankanum. Alþingi samþykkti lög um sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum í fyrra. Var þeim sagt ætlað að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi yrði viðhöfð við framkvæmdina á útboðsferlinu.
Íslandsbanki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent