Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 14:22 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Til stendur að selja eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum á næstu vikum. Vísir/Vilhelm Þriðju tilboðsbókinni í sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka var bætt við með lagabreytingum sem samþykktar voru á Alþingi í dag. Sú leið á að auka líkur á að stórir fjárfestar taki þátt í útboðinu án þses að gengi verði á forgang einstaklinga. Stefnt er að því að sala á þeim 42,5 prósent hlutabréfa í Íslandsbanka í eigu ríkisins fari fram á fyrri helmingi þessa árs. Almenningur á að hafa forgang í útboðinu og verður tryggt lægsta verðið á hlutum. Breytingarnar sem voru samþykktar á þingi í dag fela það í sér að þriðju tilboðsbókinni svonefndu verði bætt við, tilboðsbók C. Hún veitir eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem gera tilboð fyrir eigin reikning með eignir umfram 70 milljarða króna hefðbundnanara úthlutunarferli. Með þessu móti er vonast til þess að fleiri bréf seljist og stórir fjárfestar taki virkari þátt í útboðinu án þess að það gangi á forgang einstaklinga. Verð á bréfum verður það sama og í tilboðsbók B sem er ætluð lögaðilum og almenningi en tilboð þurfa að nema að lágmarki 300 milljónum króna. Aðeins almenningur getur gert tilboð í tilboðsbók A og nýtur hann forgangs. Hlutirnir þar verða á föstu verði og tekið er við tilboðum allt að tuttugu milljónum króna. Í tilboðsbók B geta lögaðilar og almenningur boðið í hluti, þó aldrei á lægra verði en í A-bók. Lágmarkstilboð þurfa að nema tveimur milljónum króna. Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingarnar eru sagðar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Miklar deilur sköpuðust eftir síðasta útboð ríkisins á hlutum sínum í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði meðal annars af sér því embætti eftir að umboðsmaður Alþingis dró hæfni hans til að selja hlutina í efa í október 2023. Faðir Bjarna var einn þeirra sem fékk að kaupa hluti í bankanum. Alþingi samþykkti lög um sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum í fyrra. Var þeim sagt ætlað að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi yrði viðhöfð við framkvæmdina á útboðsferlinu. Íslandsbanki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Stefnt er að því að sala á þeim 42,5 prósent hlutabréfa í Íslandsbanka í eigu ríkisins fari fram á fyrri helmingi þessa árs. Almenningur á að hafa forgang í útboðinu og verður tryggt lægsta verðið á hlutum. Breytingarnar sem voru samþykktar á þingi í dag fela það í sér að þriðju tilboðsbókinni svonefndu verði bætt við, tilboðsbók C. Hún veitir eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem gera tilboð fyrir eigin reikning með eignir umfram 70 milljarða króna hefðbundnanara úthlutunarferli. Með þessu móti er vonast til þess að fleiri bréf seljist og stórir fjárfestar taki virkari þátt í útboðinu án þess að það gangi á forgang einstaklinga. Verð á bréfum verður það sama og í tilboðsbók B sem er ætluð lögaðilum og almenningi en tilboð þurfa að nema að lágmarki 300 milljónum króna. Aðeins almenningur getur gert tilboð í tilboðsbók A og nýtur hann forgangs. Hlutirnir þar verða á föstu verði og tekið er við tilboðum allt að tuttugu milljónum króna. Í tilboðsbók B geta lögaðilar og almenningur boðið í hluti, þó aldrei á lægra verði en í A-bók. Lágmarkstilboð þurfa að nema tveimur milljónum króna. Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingarnar eru sagðar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B. Miklar deilur sköpuðust eftir síðasta útboð ríkisins á hlutum sínum í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði meðal annars af sér því embætti eftir að umboðsmaður Alþingis dró hæfni hans til að selja hlutina í efa í október 2023. Faðir Bjarna var einn þeirra sem fékk að kaupa hluti í bankanum. Alþingi samþykkti lög um sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum í fyrra. Var þeim sagt ætlað að tryggja að hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi yrði viðhöfð við framkvæmdina á útboðsferlinu.
Íslandsbanki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira