Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2025 11:19 Með samningnum fær allt starfsfólk og stúdentar Háskólans aðgang að tólinu sem sagt er eitt öflugasta rannsóknar- og tilvísunartól nútímans sem nýti gervigreind til að greina heimildir, draga fram samhengi og auka gagnsæi í vísindastarfi. Vísir/Viktor Freyr Háskólinn á Akureyri hefur gert tveggja ára samning um aðgang að Scite sem mun veita rannsakendum og nemendum við skólann aðgang að rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind. Í tilkynningu segir að Scite sé eitt öflugasta rannsóknar- og tilvísunartól nútímans sem nýti gervigreind til að greina heimildir, draga fram samhengi og auka gagnsæi í vísindastarfi. „Með samningnum fær allt starfsfólk og stúdentar Háskólans fullan aðgang að Scite sem hluta af Enterprise-leyfi skólans. Scite býður upp á svokallaðar snjallar tilvísanir (smart citations), aðgengi að öflugum gagnagrunnum og greiningartólum sem styðja bæði við rannsóknavinnu og gagnrýna hugsun í kennslu og fræðastarfi. Samhliða innleiðingu mun Scite veita markvissan stuðning með námskeiðum, fræðslu og sérsniðnu leiðbeinandanámskeiði (train the trainer) og fagnámskeiði (masterclass) fyrir starfsfólk á fræðasviðum. Í kerfinu er jafnframt að finna snjalla aðstoðarþjónustu sem byggir á tengingu við OpenAI og Anthropic (Claude). Með þessari samþættingu er hægt að spyrja spurninga og fá svör sem byggja eingöngu á ritrýndum og skrásettum heimildum. Þetta eykur bæði nákvæmni og áræðanleika úttaksins, og dregur verulega úr hættu á villandi eða tilbúnum niðurstöðum (hallucination), sem getur fylgt notkun almennra stórra mállíkana. Verkefnið er leitt í samstarfi Bókasafns Háskólans og Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar Háskólans á Akureyri í samvinnu við verkefnastjóra gervigreindar. Til að tryggja ábyrga og upplýsta notkun Scite, munu allir notendur þurfa að taka stutt netnámskeið í gegnum kennslukerfi skólans áður en aðgangur verður veittur. Með því að gera Scite aðgengilegt fyrir öll innan Háskólans á Akureyri skapast ekki aðeins aðstaða til að efla rannsóknir og gagnrýna hugsun, heldur einnig raunverulegt tækifæri til að þróa og aðlaga nám og kennslu að þeim veruleika sem ör þróun gervigreindar skapar. Við hvetjum alla kennara, stúdenat og fræðafólk til að nýta sér þetta öfluga tól og taka virkan þátt í mótun framsækins og siðferðilega ábyrgðs háskólasamfélags,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Gervigreind Háskólar Skóla- og menntamál Akureyri Bókasöfn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu segir að Scite sé eitt öflugasta rannsóknar- og tilvísunartól nútímans sem nýti gervigreind til að greina heimildir, draga fram samhengi og auka gagnsæi í vísindastarfi. „Með samningnum fær allt starfsfólk og stúdentar Háskólans fullan aðgang að Scite sem hluta af Enterprise-leyfi skólans. Scite býður upp á svokallaðar snjallar tilvísanir (smart citations), aðgengi að öflugum gagnagrunnum og greiningartólum sem styðja bæði við rannsóknavinnu og gagnrýna hugsun í kennslu og fræðastarfi. Samhliða innleiðingu mun Scite veita markvissan stuðning með námskeiðum, fræðslu og sérsniðnu leiðbeinandanámskeiði (train the trainer) og fagnámskeiði (masterclass) fyrir starfsfólk á fræðasviðum. Í kerfinu er jafnframt að finna snjalla aðstoðarþjónustu sem byggir á tengingu við OpenAI og Anthropic (Claude). Með þessari samþættingu er hægt að spyrja spurninga og fá svör sem byggja eingöngu á ritrýndum og skrásettum heimildum. Þetta eykur bæði nákvæmni og áræðanleika úttaksins, og dregur verulega úr hættu á villandi eða tilbúnum niðurstöðum (hallucination), sem getur fylgt notkun almennra stórra mállíkana. Verkefnið er leitt í samstarfi Bókasafns Háskólans og Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar Háskólans á Akureyri í samvinnu við verkefnastjóra gervigreindar. Til að tryggja ábyrga og upplýsta notkun Scite, munu allir notendur þurfa að taka stutt netnámskeið í gegnum kennslukerfi skólans áður en aðgangur verður veittur. Með því að gera Scite aðgengilegt fyrir öll innan Háskólans á Akureyri skapast ekki aðeins aðstaða til að efla rannsóknir og gagnrýna hugsun, heldur einnig raunverulegt tækifæri til að þróa og aðlaga nám og kennslu að þeim veruleika sem ör þróun gervigreindar skapar. Við hvetjum alla kennara, stúdenat og fræðafólk til að nýta sér þetta öfluga tól og taka virkan þátt í mótun framsækins og siðferðilega ábyrgðs háskólasamfélags,“ segir í tilkynningunni frá skólanum.
Gervigreind Háskólar Skóla- og menntamál Akureyri Bókasöfn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira