Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:36 Á tímum þar sem óvissa, afmennskun, skautun og skrumskæling á öllu því sem við höfum álitið sjálfsagt – á því hvað er rétt og hvað rangt, hvað snýr upp og hvað niður – setja mark sitt á samfélagið, er mikilvægara en nokkru sinni að rifja upp og efla þau gildi sem tengja okkur saman sem manneskjur. Kærleikur – hlýja og ábyrgð Hvað er kærleikur? Hann getur birst sem hlýja og tengsl, við fjölskyldu og í vináttu, sem samkennd gagnvart ókunnugum, og sem óeigingjarn vilji til að styðja við velferð annarra – jafnvel þeirra sem við höfum aldrei hitt. Kærleikur er ekki aðeins tilfinning heldur val. Að velja að bregðast við með umhyggju, hlusta af virðingu og aðstoða án væntinga um endurgjald. Í samfélagi þar sem samkeppni og sjálfhverfa eru leiðandi öfl, getur kærleikurinn verið róttæk ákvörðun. Húmanismi – trúin á manneskjuna Húmanismi er heimspekileg og siðferðileg afstaða sem leggur áherslu á verðmæti manneskjunnar, sjálfstæða hugsun og samfélagslega ábyrgð. Hann byggir á þeirri trú að manneskjan hafi hæfileika og getu til að skapa betri heim – með því að nýta bæði meðfædda og lærða skynsemi sína, samvisku og samkennd. Húmanisminn hafnar þeirri hugmynd að við þurfum að lúta yfirnáttúrulegum öflum til að skilja siðferðileg gildi og hafa þau að leiðarljósi í lífi okkar. Húmanisminn leggur þess í stað áherslu á ábyrgð einstaklingsins – ekki aðeins gagnvart sjálfum sér heldur einnig öðru lífi og jörðinni sem við deilum. Í húmanisma felst gagnrýnin hugsun og virðing fyrir frelsi og mannréttindum. Hann krefst þess að við spyrjum: Hvað er gott líf? Hvernig getum við skapað samfélag þar sem öll fá tækifæri til að blómstra? Húmanisminn gengur út á það að virðing, réttlæti og samkennd séu ekki aðeins háleitar hugsjónir – heldur lífsnauðsynlegir þættir í sjálfbæru og mannvænu samfélagi. Samspil kærleika og húmanisma Þó kærleikurinn sé oft álitinn hjartans mál og húmanismi málsvari skynseminnar, eru þau ekki andstæður heldur samverkandi öfl. Kærleikurinn gefur húmanismanum hjarta, og húmanisminn veitir kærleikanum stefnu og samhengi. Húmaníski rithöfundurinn E. M. Forster er þekktur fyrir orð sín „Only connect! - Tengja, það er allt og sumt!“. Með því átti hann við tvennt: Annars vegar tenginguna á milli huga og hjarta, sem sé óhjákvæmileg til þess að komast að réttri niðurstöðu, og hins vegar tenginguna á milli fólks, á milli okkar allra, hvaðan sem við komum og hvert sem við ætlum. Hvað er trú – og getur húmanismi gegnt sama hlutverki? Frá örófi alda hefur mannkynið leitað svara við stóru spurningum lífsins: Af hverju erum við hér? Hvað er rétt og rangt? Hvað gerist eftir dauðann? Trú – í einni eða annarri mynd – hefur gjarnan hjálpað fólki við að finna svör í þessari leit. En hvað er trú í raun og veru, og er hægt að finna sama tilgang og siðferðisgrunn í veraldlegri heimsmynd á borð við húmanisma? Trú er oft skilin sem trú á guð eða einhverskonar yfirnáttúruleg fyrirbæri, en í víðari merkingu vísar hún til þess að hafa ákveðna heimsmynd sem gefur lífinu tilgang, leiðsögn og von. Trúarbrögð, eins og kristni eða íslam, byggja á trú á persónugerða æðri veru og fela í sér helgirit, siðalög og samfélag iðkenda. En slíkar kerfisbundnar trúarheildir eru ekki eina leiðin að merkingu eða siðferði. Húmanismi sem siðferðileg og veraldleg trú Húmanismi – þó til séu húmanistar af öllum trúarbrögðum, kristnum sem öðrum – hafnar í grunninn yfirnáttúrulegum útskýringum sem nauðsynlegum og leggur áherslu á mannlega skynsemi, reynslu og samkennd sem grunn að siðferði og samfélagi. Þannig þjónar húmanismi mörgum af þeim þörfum sem trúarbrögð uppfylla: Hann býður upp á heimsmynd, siðferðileg viðmið og samfélag. Bæði trúarbrögð og húmanismi reyna að svara sömu spurningunum, en með ólíkum aðferðum: Annars vegar með tilvísun í æðri mátt eða guðlega visku, hins vegar með upplýstri umræðu og virðingu fyrir gildi hverrar manneskju, skynsemi hennar, samkennd og getu til rökhugsunar. Trú, tilgangur og óvissa Í óvissuástandi – svo sem kreppu, náttúruhamförum eða persónulegum áföllum – hefur fólk tilhneigingu til að leita í heimsmynd sem veitir þeim öryggi, stöðugleika og huggun. Þetta á bæði við um hefðbundin trúarbrögð og veraldleg lífsskoðunarkerfi eins og húmanisma. Báðar leiðir geta veitt fólki tilgang, samfélag og mögulega einhverskonar innri ró. Trú sem boðberi samkenndar og siðferðis þarf þannig ekki að fela í sér guðstrú. Hún getur líka birst sem trú á manngildi, frelsi, vísindi og siðferðislega ábyrgð. Og kærleika. Húmanismi og önnur veraldleg lífsskoðunarkerfi bjóða ekki síður upp á siðferðilegan ramma og merkingu í lífinu – og gegna þannig sama grundvallarhlutverki og trúarbrögð hafa gegnt í gegnum aldirnar. Höfundur er formaður Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Trúmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem óvissa, afmennskun, skautun og skrumskæling á öllu því sem við höfum álitið sjálfsagt – á því hvað er rétt og hvað rangt, hvað snýr upp og hvað niður – setja mark sitt á samfélagið, er mikilvægara en nokkru sinni að rifja upp og efla þau gildi sem tengja okkur saman sem manneskjur. Kærleikur – hlýja og ábyrgð Hvað er kærleikur? Hann getur birst sem hlýja og tengsl, við fjölskyldu og í vináttu, sem samkennd gagnvart ókunnugum, og sem óeigingjarn vilji til að styðja við velferð annarra – jafnvel þeirra sem við höfum aldrei hitt. Kærleikur er ekki aðeins tilfinning heldur val. Að velja að bregðast við með umhyggju, hlusta af virðingu og aðstoða án væntinga um endurgjald. Í samfélagi þar sem samkeppni og sjálfhverfa eru leiðandi öfl, getur kærleikurinn verið róttæk ákvörðun. Húmanismi – trúin á manneskjuna Húmanismi er heimspekileg og siðferðileg afstaða sem leggur áherslu á verðmæti manneskjunnar, sjálfstæða hugsun og samfélagslega ábyrgð. Hann byggir á þeirri trú að manneskjan hafi hæfileika og getu til að skapa betri heim – með því að nýta bæði meðfædda og lærða skynsemi sína, samvisku og samkennd. Húmanisminn hafnar þeirri hugmynd að við þurfum að lúta yfirnáttúrulegum öflum til að skilja siðferðileg gildi og hafa þau að leiðarljósi í lífi okkar. Húmanisminn leggur þess í stað áherslu á ábyrgð einstaklingsins – ekki aðeins gagnvart sjálfum sér heldur einnig öðru lífi og jörðinni sem við deilum. Í húmanisma felst gagnrýnin hugsun og virðing fyrir frelsi og mannréttindum. Hann krefst þess að við spyrjum: Hvað er gott líf? Hvernig getum við skapað samfélag þar sem öll fá tækifæri til að blómstra? Húmanisminn gengur út á það að virðing, réttlæti og samkennd séu ekki aðeins háleitar hugsjónir – heldur lífsnauðsynlegir þættir í sjálfbæru og mannvænu samfélagi. Samspil kærleika og húmanisma Þó kærleikurinn sé oft álitinn hjartans mál og húmanismi málsvari skynseminnar, eru þau ekki andstæður heldur samverkandi öfl. Kærleikurinn gefur húmanismanum hjarta, og húmanisminn veitir kærleikanum stefnu og samhengi. Húmaníski rithöfundurinn E. M. Forster er þekktur fyrir orð sín „Only connect! - Tengja, það er allt og sumt!“. Með því átti hann við tvennt: Annars vegar tenginguna á milli huga og hjarta, sem sé óhjákvæmileg til þess að komast að réttri niðurstöðu, og hins vegar tenginguna á milli fólks, á milli okkar allra, hvaðan sem við komum og hvert sem við ætlum. Hvað er trú – og getur húmanismi gegnt sama hlutverki? Frá örófi alda hefur mannkynið leitað svara við stóru spurningum lífsins: Af hverju erum við hér? Hvað er rétt og rangt? Hvað gerist eftir dauðann? Trú – í einni eða annarri mynd – hefur gjarnan hjálpað fólki við að finna svör í þessari leit. En hvað er trú í raun og veru, og er hægt að finna sama tilgang og siðferðisgrunn í veraldlegri heimsmynd á borð við húmanisma? Trú er oft skilin sem trú á guð eða einhverskonar yfirnáttúruleg fyrirbæri, en í víðari merkingu vísar hún til þess að hafa ákveðna heimsmynd sem gefur lífinu tilgang, leiðsögn og von. Trúarbrögð, eins og kristni eða íslam, byggja á trú á persónugerða æðri veru og fela í sér helgirit, siðalög og samfélag iðkenda. En slíkar kerfisbundnar trúarheildir eru ekki eina leiðin að merkingu eða siðferði. Húmanismi sem siðferðileg og veraldleg trú Húmanismi – þó til séu húmanistar af öllum trúarbrögðum, kristnum sem öðrum – hafnar í grunninn yfirnáttúrulegum útskýringum sem nauðsynlegum og leggur áherslu á mannlega skynsemi, reynslu og samkennd sem grunn að siðferði og samfélagi. Þannig þjónar húmanismi mörgum af þeim þörfum sem trúarbrögð uppfylla: Hann býður upp á heimsmynd, siðferðileg viðmið og samfélag. Bæði trúarbrögð og húmanismi reyna að svara sömu spurningunum, en með ólíkum aðferðum: Annars vegar með tilvísun í æðri mátt eða guðlega visku, hins vegar með upplýstri umræðu og virðingu fyrir gildi hverrar manneskju, skynsemi hennar, samkennd og getu til rökhugsunar. Trú, tilgangur og óvissa Í óvissuástandi – svo sem kreppu, náttúruhamförum eða persónulegum áföllum – hefur fólk tilhneigingu til að leita í heimsmynd sem veitir þeim öryggi, stöðugleika og huggun. Þetta á bæði við um hefðbundin trúarbrögð og veraldleg lífsskoðunarkerfi eins og húmanisma. Báðar leiðir geta veitt fólki tilgang, samfélag og mögulega einhverskonar innri ró. Trú sem boðberi samkenndar og siðferðis þarf þannig ekki að fela í sér guðstrú. Hún getur líka birst sem trú á manngildi, frelsi, vísindi og siðferðislega ábyrgð. Og kærleika. Húmanismi og önnur veraldleg lífsskoðunarkerfi bjóða ekki síður upp á siðferðilegan ramma og merkingu í lífinu – og gegna þannig sama grundvallarhlutverki og trúarbrögð hafa gegnt í gegnum aldirnar. Höfundur er formaður Siðmenntar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar