Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir og Sunna Kristín Símonardóttir skrifa 1. maí 2025 08:30 Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Jafnréttismál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Bakslag í baráttunni um allan heim Í mars sl. fór fram 69. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York. Tilefnið var 30 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar, eins mikilvægasta áfanga í sögu jafnréttisbaráttunnar. Á fundinum og ráðstefnum i tengslum við hann kom skýrt fram að bakslag hefur orðið í baráttunni fyrir réttindum kvenna um allan heim. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna vöruðu við auknum áhrifum íhaldssamra afla og sífellt sterkari andstöðu við kynjajafnrétti. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að ástandið sé óviðunandi þar sem skipulega sé grafið undan réttindum kvenna og hvatti fólk til aukinnar þátttöku í baráttunni. Sérstaklega beindi hann máli sínu til karla og drengja, sem þyrftu að gerast virkir bandamenn í baráttunni. Við fulltrúar BHM fundum glögglega fyrir alvörunni í málflutningi þeirra sem tóku þátt í margvíslegum málstofum í tengslum við fundinn. Þar sem bakslag verður, bitnar það ætíð verst á þeim sem standa veikast – konum og stúlkum sem búa við fátækt og jaðarsetningu. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka mynd af þróun mála. Þar koma fram skýr merki þess að baráttan fyrir kynjajafnrétti standi nú frammi fyrir djúpstæðum áskorunum og jafnvel skipulögðum árásum víða um heim. Kerfisbundnar árásir eru gerðar á vísindi, sjálfstæði fræðasamfélagsins og tilverurétt hinsegin fólks. Baráttan stendur á krossgötum Þó að 193 ríki hafi samþykkt yfirlýsingu fundarins um að hraða aðgerðum í þágu jafnréttis lýstu margir fulltrúar áhyggjum yfir því að réttindi sem tengjast kyn- og frjósemisheilbrigði hefðu verið felld út úr lokatextanum, þrátt fyrir að hafa verið hluti af drögum að yfirlýsingunni í janúar síðastliðnum. Það er til marks um vaxandi áhrif íhaldssamra afla sem grafa markvisst undan réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þegar Bandaríkin, eitt áhrifamesta ríki heims, neituðu að skrifa undir yfirlýsinguna, vöknuðu spurningar um smitáhrif: Hvaða skilaboð sendir það öðrum ríkjum? Margir óttast að þessi niðurstaða veiti öðrum ríkjum svigrúm til að draga sig til baka frá skuldbindingum um mannréttindi undir yfirskini þjóðlegra hagsmuna eða rótgróinna gilda sem eiga rætur í feðraveldinu. Jafnréttismál virðast sífellt jaðarsettari í alþjóðlegri umræðu, þróunaraðstoð hefur minnkað og fjármagn sem áður fór til mannréttindastarfs er nú háð auknum pólitískum skilyrðum. Í stað þess að berjast áfram fyrir nýjum réttindum, er hætta á að orkan fari í að verja þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Það væri döpur framtíðarsýn fyrir dætur okkar. Jafnréttisbaráttan stendur á krossgötum: Á sama tíma og ný kynslóð kvenna og stúlkna krefst breytinga standa íhaldsöfl í vegi fyrir framþróun. Ljóst er að þær þjóðir sem vilja sjá raunverulegan árangur þurfa að leggja meira á sig í baráttunni og sætta sig aldrei við kyrrstöðu eða afturför. Ákall um aðgerðir í jafnréttismálum Í ljósi framangreindrar þróunar er vert að minna á drög stjórnvalda að framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028, sem nýverið voru birt. Í áætluninni eru gefin fyrirheit um mikilvægar og tímabærar aðgerðir í þágu jafnréttis á vinnumarkaði, um kyngreinda gagnaöflun, valdeflingu kvenna og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. BHM fagnar þessum áherslum en hefur jafnframt kallað eftir því að stjórnvöld gangi lengra í aðgerðamiðuðum áformum – sérstaklega í ljósi þess að árið 2025 eru 50 ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að krefjast launajafnréttis. BHM hefur beint eindregnum tilmælum til stjórnvalda um að fylgja áætluninni eftir með skýrum og tímasettum aðgerðum. Hún verði fjármögnuð með því raunsæi og þeirri festu sem verkefnin krefjast. Eins er mikilvægt að áætlunin endurspegli ákall kvennaársins 2025 um raunverulegar breytingar og nýjan kraft í þágu kynjajafnréttis í íslensku samfélagi. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun