Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar 1. maí 2025 07:31 Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun