Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar 30. apríl 2025 07:30 Við stöndum á tímamótum. Hin gömlu pólitísku skil á milli hægri og vinstri duga ekki til að takast á við þær grundvallarbreytingar sem eru að móta heiminn okkar. Lýðræðið okkar er að dragast aftur úr algrímum sem þekkja okkur betur en við þekkjum okkur sjálf. Persónuupplýsingarnar okkar ganga kaupum og sölum án okkar vitneskju og samþykkis og eru notaðar sem verkfæri til að stjórna hegðun okkar. Á meðan tæknirisar fara með meira vald en þjóðríki missum við athygli okkar, réttindi og getu til að taka raunverulega frjálsar ákvarðanir. Börnin okkar standa frammi fyrir framtíð sem við getum varla ímyndað okkur. Loftslagsvá vofir yfir á meðan menntakerfið undirbýr nemendur fyrir störf sem munu ekki vera til. Geðheilbrigðisvandi eykst á meðan stafræn fíkn kemur í stað mannlegra tengsla. Verslandi vinnuaflið og óprúttnu milljarðarmæringarnir Efnahagskerfið okkar byggir á því að smætta fólk, dýr og náttúru niður í auðlindir til að nota og græða á. Auður safnast á færri hendur á meðan sjálfvirknivæðingin ógnar möguleikum fólks til tekjuöflunar. Við mælum árangur í vergri landsframleiðslu en hunsum velsæld, jöfnuð og þolmörk vistkerfa Á sama tíma hreyfast stofnanirnar sem við eigum að geta stólað á til að veita auðmönnunum sem eiga tæknina aðhald, allt of hægt. Skrifræðið sem var hannað fyrir iðnbyltinguna hikstar á stafrænni öld og alþjóðleg samvinna bregst einmitt þegar við þurfum mest á henni að halda til að takast á við hnattrænar áskoranir. Valið er ekki lengur á milli hægri eða vinstri. Það er á milli þess að fara aftur á bak í falskri fortíðarþrá eða áfram með hugrökkum lausnum sem mæta umfangi þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Breytingar vekja ótta og nostalgía er þægileg Einhver sagði að fullvissan um eymdina væri betri en eymdin sem fylgir óvissunni. Margir tengja við þá tilfinningu, en við áttum okkur flest á því að ekkert í náttúrunni stendur í stað, óbreytt, ekki einu sinni dauðinn. Í baráttunni gegn ógnvekjandi breytingum ríghalda margir í úrelta hugmyndafræði og renna löngunaraugum í óljósar minningar um það sem var á meðan að aðrir gefast upp fyrir tækninni sem óstöðvandi afl sem við höfum litla stjórn á. En það er önnur leið í boði: að virkja tækniþróun fyrir mannlega velferð innan þolmarka vistkerfa. Í stað þess að sætta okkur við að örfáir ofurríkir í sílikondalnum geti stjórnað hagkerfum heimsins með sálfræðihernaði algríma sinna, getum við krafist þess að tæknin verði vettvangur fyrir samveru, samtal og sameiginlega lausnaleit. Í stað vettvanga sem stela persónuupplýsingum og fanga athygli okkar í gróða tilgangi getum við stuðlað að þróun stafrænna samfélagslegra vettvanga sem efla lýðræðislega þátttöku og uppbyggilegt samtal. Tækni sem valdeflir og frelsar Ímyndum okkur framtíð þar sem tækni gerir okkur kleift að vinna minna en skapa meira, þar sem enginn er skilinn eftir í hraðri breytingu. Samfélag þar sem að nýsköpun miðar að því að auðga líf fólks, ekki bara fjármagnseigenda. Þar sem gagnsæi og lýðræðisleg þátttaka eru innbyggð í stofnanir okkar. Þar sem að börnin okkar læra að þrífast í heimi sem er í stöðugri þróun. Við sem samfélag getum fjárfest í mannvænni tækni sem styrkir innri líðan í stað þess að örva stöðugt taugakerfið okkar; tæknilausnum sem styðja við samkennd og tengsl, frekar en að ýta undir kvíða og samkeppni. Samfélagsmiðlum sem spyrja ekki „hvernig náum við meiri athygli?“ heldur „hvernig byggjum við traust?“ Við getum líka innleitt nýja mælikvarða á árangur, þar sem velsæld, lýðræðisleg þátttaka og jafnvægi við náttúruna fá vægi umfram verga landsframleiðslu. Við getum hugsað hagkerfið upp á nýtt, fjárfest í fólki, grunnframfærslu og menntun sem leggur rækt við heimspekilega forvitni, gagnrýna hugsun og samkennd, í stað þess að búa börnin okkar undir heim sem er að hverfa. Hvaða framtíð eigum við að kóða? Þetta er ekki spurning um hvort tæknin verði notuð. Heldur: fyrir hvern? Í hvaða tilgangi? Með hvaða hvötum? Niðurstaðan verður ekki í okkar hag nema að við beitum okkur fyrir framtíð þar sem tæknin eflir, ekki kúgar. Þar sem velsæld er deilt og dreift, ekki söfnuð í hendur fárra. Þar sem við undirbúum börn okkar fyrir breytingar, ekki bara til að þola þær, heldur til að móta þær. Núverandi kerfi er mannana verk og því er hægt að breyta. Við þurfum bara að velja. Aftur á bak til fortíðar sem aldrei var, eða áfram til framtíðar sem við byggjum saman. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum. Hin gömlu pólitísku skil á milli hægri og vinstri duga ekki til að takast á við þær grundvallarbreytingar sem eru að móta heiminn okkar. Lýðræðið okkar er að dragast aftur úr algrímum sem þekkja okkur betur en við þekkjum okkur sjálf. Persónuupplýsingarnar okkar ganga kaupum og sölum án okkar vitneskju og samþykkis og eru notaðar sem verkfæri til að stjórna hegðun okkar. Á meðan tæknirisar fara með meira vald en þjóðríki missum við athygli okkar, réttindi og getu til að taka raunverulega frjálsar ákvarðanir. Börnin okkar standa frammi fyrir framtíð sem við getum varla ímyndað okkur. Loftslagsvá vofir yfir á meðan menntakerfið undirbýr nemendur fyrir störf sem munu ekki vera til. Geðheilbrigðisvandi eykst á meðan stafræn fíkn kemur í stað mannlegra tengsla. Verslandi vinnuaflið og óprúttnu milljarðarmæringarnir Efnahagskerfið okkar byggir á því að smætta fólk, dýr og náttúru niður í auðlindir til að nota og græða á. Auður safnast á færri hendur á meðan sjálfvirknivæðingin ógnar möguleikum fólks til tekjuöflunar. Við mælum árangur í vergri landsframleiðslu en hunsum velsæld, jöfnuð og þolmörk vistkerfa Á sama tíma hreyfast stofnanirnar sem við eigum að geta stólað á til að veita auðmönnunum sem eiga tæknina aðhald, allt of hægt. Skrifræðið sem var hannað fyrir iðnbyltinguna hikstar á stafrænni öld og alþjóðleg samvinna bregst einmitt þegar við þurfum mest á henni að halda til að takast á við hnattrænar áskoranir. Valið er ekki lengur á milli hægri eða vinstri. Það er á milli þess að fara aftur á bak í falskri fortíðarþrá eða áfram með hugrökkum lausnum sem mæta umfangi þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Breytingar vekja ótta og nostalgía er þægileg Einhver sagði að fullvissan um eymdina væri betri en eymdin sem fylgir óvissunni. Margir tengja við þá tilfinningu, en við áttum okkur flest á því að ekkert í náttúrunni stendur í stað, óbreytt, ekki einu sinni dauðinn. Í baráttunni gegn ógnvekjandi breytingum ríghalda margir í úrelta hugmyndafræði og renna löngunaraugum í óljósar minningar um það sem var á meðan að aðrir gefast upp fyrir tækninni sem óstöðvandi afl sem við höfum litla stjórn á. En það er önnur leið í boði: að virkja tækniþróun fyrir mannlega velferð innan þolmarka vistkerfa. Í stað þess að sætta okkur við að örfáir ofurríkir í sílikondalnum geti stjórnað hagkerfum heimsins með sálfræðihernaði algríma sinna, getum við krafist þess að tæknin verði vettvangur fyrir samveru, samtal og sameiginlega lausnaleit. Í stað vettvanga sem stela persónuupplýsingum og fanga athygli okkar í gróða tilgangi getum við stuðlað að þróun stafrænna samfélagslegra vettvanga sem efla lýðræðislega þátttöku og uppbyggilegt samtal. Tækni sem valdeflir og frelsar Ímyndum okkur framtíð þar sem tækni gerir okkur kleift að vinna minna en skapa meira, þar sem enginn er skilinn eftir í hraðri breytingu. Samfélag þar sem að nýsköpun miðar að því að auðga líf fólks, ekki bara fjármagnseigenda. Þar sem gagnsæi og lýðræðisleg þátttaka eru innbyggð í stofnanir okkar. Þar sem að börnin okkar læra að þrífast í heimi sem er í stöðugri þróun. Við sem samfélag getum fjárfest í mannvænni tækni sem styrkir innri líðan í stað þess að örva stöðugt taugakerfið okkar; tæknilausnum sem styðja við samkennd og tengsl, frekar en að ýta undir kvíða og samkeppni. Samfélagsmiðlum sem spyrja ekki „hvernig náum við meiri athygli?“ heldur „hvernig byggjum við traust?“ Við getum líka innleitt nýja mælikvarða á árangur, þar sem velsæld, lýðræðisleg þátttaka og jafnvægi við náttúruna fá vægi umfram verga landsframleiðslu. Við getum hugsað hagkerfið upp á nýtt, fjárfest í fólki, grunnframfærslu og menntun sem leggur rækt við heimspekilega forvitni, gagnrýna hugsun og samkennd, í stað þess að búa börnin okkar undir heim sem er að hverfa. Hvaða framtíð eigum við að kóða? Þetta er ekki spurning um hvort tæknin verði notuð. Heldur: fyrir hvern? Í hvaða tilgangi? Með hvaða hvötum? Niðurstaðan verður ekki í okkar hag nema að við beitum okkur fyrir framtíð þar sem tæknin eflir, ekki kúgar. Þar sem velsæld er deilt og dreift, ekki söfnuð í hendur fárra. Þar sem við undirbúum börn okkar fyrir breytingar, ekki bara til að þola þær, heldur til að móta þær. Núverandi kerfi er mannana verk og því er hægt að breyta. Við þurfum bara að velja. Aftur á bak til fortíðar sem aldrei var, eða áfram til framtíðar sem við byggjum saman. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun