Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar 30. apríl 2025 07:30 Við stöndum á tímamótum. Hin gömlu pólitísku skil á milli hægri og vinstri duga ekki til að takast á við þær grundvallarbreytingar sem eru að móta heiminn okkar. Lýðræðið okkar er að dragast aftur úr algrímum sem þekkja okkur betur en við þekkjum okkur sjálf. Persónuupplýsingarnar okkar ganga kaupum og sölum án okkar vitneskju og samþykkis og eru notaðar sem verkfæri til að stjórna hegðun okkar. Á meðan tæknirisar fara með meira vald en þjóðríki missum við athygli okkar, réttindi og getu til að taka raunverulega frjálsar ákvarðanir. Börnin okkar standa frammi fyrir framtíð sem við getum varla ímyndað okkur. Loftslagsvá vofir yfir á meðan menntakerfið undirbýr nemendur fyrir störf sem munu ekki vera til. Geðheilbrigðisvandi eykst á meðan stafræn fíkn kemur í stað mannlegra tengsla. Verslandi vinnuaflið og óprúttnu milljarðarmæringarnir Efnahagskerfið okkar byggir á því að smætta fólk, dýr og náttúru niður í auðlindir til að nota og græða á. Auður safnast á færri hendur á meðan sjálfvirknivæðingin ógnar möguleikum fólks til tekjuöflunar. Við mælum árangur í vergri landsframleiðslu en hunsum velsæld, jöfnuð og þolmörk vistkerfa Á sama tíma hreyfast stofnanirnar sem við eigum að geta stólað á til að veita auðmönnunum sem eiga tæknina aðhald, allt of hægt. Skrifræðið sem var hannað fyrir iðnbyltinguna hikstar á stafrænni öld og alþjóðleg samvinna bregst einmitt þegar við þurfum mest á henni að halda til að takast á við hnattrænar áskoranir. Valið er ekki lengur á milli hægri eða vinstri. Það er á milli þess að fara aftur á bak í falskri fortíðarþrá eða áfram með hugrökkum lausnum sem mæta umfangi þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Breytingar vekja ótta og nostalgía er þægileg Einhver sagði að fullvissan um eymdina væri betri en eymdin sem fylgir óvissunni. Margir tengja við þá tilfinningu, en við áttum okkur flest á því að ekkert í náttúrunni stendur í stað, óbreytt, ekki einu sinni dauðinn. Í baráttunni gegn ógnvekjandi breytingum ríghalda margir í úrelta hugmyndafræði og renna löngunaraugum í óljósar minningar um það sem var á meðan að aðrir gefast upp fyrir tækninni sem óstöðvandi afl sem við höfum litla stjórn á. En það er önnur leið í boði: að virkja tækniþróun fyrir mannlega velferð innan þolmarka vistkerfa. Í stað þess að sætta okkur við að örfáir ofurríkir í sílikondalnum geti stjórnað hagkerfum heimsins með sálfræðihernaði algríma sinna, getum við krafist þess að tæknin verði vettvangur fyrir samveru, samtal og sameiginlega lausnaleit. Í stað vettvanga sem stela persónuupplýsingum og fanga athygli okkar í gróða tilgangi getum við stuðlað að þróun stafrænna samfélagslegra vettvanga sem efla lýðræðislega þátttöku og uppbyggilegt samtal. Tækni sem valdeflir og frelsar Ímyndum okkur framtíð þar sem tækni gerir okkur kleift að vinna minna en skapa meira, þar sem enginn er skilinn eftir í hraðri breytingu. Samfélag þar sem að nýsköpun miðar að því að auðga líf fólks, ekki bara fjármagnseigenda. Þar sem gagnsæi og lýðræðisleg þátttaka eru innbyggð í stofnanir okkar. Þar sem að börnin okkar læra að þrífast í heimi sem er í stöðugri þróun. Við sem samfélag getum fjárfest í mannvænni tækni sem styrkir innri líðan í stað þess að örva stöðugt taugakerfið okkar; tæknilausnum sem styðja við samkennd og tengsl, frekar en að ýta undir kvíða og samkeppni. Samfélagsmiðlum sem spyrja ekki „hvernig náum við meiri athygli?“ heldur „hvernig byggjum við traust?“ Við getum líka innleitt nýja mælikvarða á árangur, þar sem velsæld, lýðræðisleg þátttaka og jafnvægi við náttúruna fá vægi umfram verga landsframleiðslu. Við getum hugsað hagkerfið upp á nýtt, fjárfest í fólki, grunnframfærslu og menntun sem leggur rækt við heimspekilega forvitni, gagnrýna hugsun og samkennd, í stað þess að búa börnin okkar undir heim sem er að hverfa. Hvaða framtíð eigum við að kóða? Þetta er ekki spurning um hvort tæknin verði notuð. Heldur: fyrir hvern? Í hvaða tilgangi? Með hvaða hvötum? Niðurstaðan verður ekki í okkar hag nema að við beitum okkur fyrir framtíð þar sem tæknin eflir, ekki kúgar. Þar sem velsæld er deilt og dreift, ekki söfnuð í hendur fárra. Þar sem við undirbúum börn okkar fyrir breytingar, ekki bara til að þola þær, heldur til að móta þær. Núverandi kerfi er mannana verk og því er hægt að breyta. Við þurfum bara að velja. Aftur á bak til fortíðar sem aldrei var, eða áfram til framtíðar sem við byggjum saman. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum. Hin gömlu pólitísku skil á milli hægri og vinstri duga ekki til að takast á við þær grundvallarbreytingar sem eru að móta heiminn okkar. Lýðræðið okkar er að dragast aftur úr algrímum sem þekkja okkur betur en við þekkjum okkur sjálf. Persónuupplýsingarnar okkar ganga kaupum og sölum án okkar vitneskju og samþykkis og eru notaðar sem verkfæri til að stjórna hegðun okkar. Á meðan tæknirisar fara með meira vald en þjóðríki missum við athygli okkar, réttindi og getu til að taka raunverulega frjálsar ákvarðanir. Börnin okkar standa frammi fyrir framtíð sem við getum varla ímyndað okkur. Loftslagsvá vofir yfir á meðan menntakerfið undirbýr nemendur fyrir störf sem munu ekki vera til. Geðheilbrigðisvandi eykst á meðan stafræn fíkn kemur í stað mannlegra tengsla. Verslandi vinnuaflið og óprúttnu milljarðarmæringarnir Efnahagskerfið okkar byggir á því að smætta fólk, dýr og náttúru niður í auðlindir til að nota og græða á. Auður safnast á færri hendur á meðan sjálfvirknivæðingin ógnar möguleikum fólks til tekjuöflunar. Við mælum árangur í vergri landsframleiðslu en hunsum velsæld, jöfnuð og þolmörk vistkerfa Á sama tíma hreyfast stofnanirnar sem við eigum að geta stólað á til að veita auðmönnunum sem eiga tæknina aðhald, allt of hægt. Skrifræðið sem var hannað fyrir iðnbyltinguna hikstar á stafrænni öld og alþjóðleg samvinna bregst einmitt þegar við þurfum mest á henni að halda til að takast á við hnattrænar áskoranir. Valið er ekki lengur á milli hægri eða vinstri. Það er á milli þess að fara aftur á bak í falskri fortíðarþrá eða áfram með hugrökkum lausnum sem mæta umfangi þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Breytingar vekja ótta og nostalgía er þægileg Einhver sagði að fullvissan um eymdina væri betri en eymdin sem fylgir óvissunni. Margir tengja við þá tilfinningu, en við áttum okkur flest á því að ekkert í náttúrunni stendur í stað, óbreytt, ekki einu sinni dauðinn. Í baráttunni gegn ógnvekjandi breytingum ríghalda margir í úrelta hugmyndafræði og renna löngunaraugum í óljósar minningar um það sem var á meðan að aðrir gefast upp fyrir tækninni sem óstöðvandi afl sem við höfum litla stjórn á. En það er önnur leið í boði: að virkja tækniþróun fyrir mannlega velferð innan þolmarka vistkerfa. Í stað þess að sætta okkur við að örfáir ofurríkir í sílikondalnum geti stjórnað hagkerfum heimsins með sálfræðihernaði algríma sinna, getum við krafist þess að tæknin verði vettvangur fyrir samveru, samtal og sameiginlega lausnaleit. Í stað vettvanga sem stela persónuupplýsingum og fanga athygli okkar í gróða tilgangi getum við stuðlað að þróun stafrænna samfélagslegra vettvanga sem efla lýðræðislega þátttöku og uppbyggilegt samtal. Tækni sem valdeflir og frelsar Ímyndum okkur framtíð þar sem tækni gerir okkur kleift að vinna minna en skapa meira, þar sem enginn er skilinn eftir í hraðri breytingu. Samfélag þar sem að nýsköpun miðar að því að auðga líf fólks, ekki bara fjármagnseigenda. Þar sem gagnsæi og lýðræðisleg þátttaka eru innbyggð í stofnanir okkar. Þar sem að börnin okkar læra að þrífast í heimi sem er í stöðugri þróun. Við sem samfélag getum fjárfest í mannvænni tækni sem styrkir innri líðan í stað þess að örva stöðugt taugakerfið okkar; tæknilausnum sem styðja við samkennd og tengsl, frekar en að ýta undir kvíða og samkeppni. Samfélagsmiðlum sem spyrja ekki „hvernig náum við meiri athygli?“ heldur „hvernig byggjum við traust?“ Við getum líka innleitt nýja mælikvarða á árangur, þar sem velsæld, lýðræðisleg þátttaka og jafnvægi við náttúruna fá vægi umfram verga landsframleiðslu. Við getum hugsað hagkerfið upp á nýtt, fjárfest í fólki, grunnframfærslu og menntun sem leggur rækt við heimspekilega forvitni, gagnrýna hugsun og samkennd, í stað þess að búa börnin okkar undir heim sem er að hverfa. Hvaða framtíð eigum við að kóða? Þetta er ekki spurning um hvort tæknin verði notuð. Heldur: fyrir hvern? Í hvaða tilgangi? Með hvaða hvötum? Niðurstaðan verður ekki í okkar hag nema að við beitum okkur fyrir framtíð þar sem tæknin eflir, ekki kúgar. Þar sem velsæld er deilt og dreift, ekki söfnuð í hendur fárra. Þar sem við undirbúum börn okkar fyrir breytingar, ekki bara til að þola þær, heldur til að móta þær. Núverandi kerfi er mannana verk og því er hægt að breyta. Við þurfum bara að velja. Aftur á bak til fortíðar sem aldrei var, eða áfram til framtíðar sem við byggjum saman. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun