Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2025 10:56 Gengið er inn um dyrnar og svo beygt til hægri til að komast í hraðbankann sem glæpamenn landsins virðast hafa mikinn áhuga á að ræna. Vísir/Anton Brink Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi. Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar sem send er til fjölmiðla árla morguns um almenn löggæsluverkefni næturinnar að tveir hefðu verið handteknir við að brjótast inn í hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, staðfestir að um er að ræða hraðbankann í Fjarðargötu. Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbankann í byrjun mánaðar. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Engin ummerki voru eftir innbrotstilraunina í nótt þegar ljósmyndari Vísis leit við á ellefta tímanum í morgun. Innbrotstilraunin hefur því ekki verið jafn umfangsmikil og þær fyrri. Í desember reyndi maður með hulið andlit að bakka stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins. Því næst klöngraði hann sér í gegnum brotið glerið með keðju sem hann festi á milli hraðbankans og jeppans. Svo var stigið á bensínið en bankinn hreyfðist ekki úr stað. Í apríl var sprengiefni sett inn við hraðbankann, þrætt út fyrir dyrnar og sprengt. Nokkuð tjón varð á bankanum en viðkomandi tókst ekki að hafa nein verðmæti á brott með sér. Helgi sagði við það tilefni ekki óþekkt að menn reyni að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ sagði Helgi lögreglufulltrúi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Landsbankinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum