Erlent

Six­tísku kapellunni lokað vegna páfa­kjörs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úr Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu.
Úr Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. AP

Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtísku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum.

Útför hans fór fram á Pétursstorginu í Róm á laugardag og nú er undirbúningur hafinn að leitinni að nýjum páfa. Hann er kjörinn af kardinálunum í Róm og nú er verið að undirbúa kapelluna fornfrægu fyrir fund þeirra en þar verða þeir innilokaðir uns nýr páfi hefur verið kjörinn. 

Eitt af því sem smiðir Vatíkansins vinna við þessa dagana er að koma fyrir reykháfnum fræga, sem notaður er til að gefa til kynna hvort páfi hafi verið kjörinn eður ei en kardínálarnir brenna kjörseðla sína í sérstökum arni eftir hverja umferð í kjörinu. Þegar samstaða hefur náðst um nýja páfann kemur hvítur reykur upp um strompinn. 

Sjálft páfakjörið hefst síðan nokkru eftir að níu daga sorgartímabili lýkur og í umfjöllun Guardian segir að búist sé við því að það hefjist á tímabilinu 5. til 10. maí.  Alls óvíst er síðan hversu langan tíma kjörið tekur.


Tengdar fréttir

Hvernig er nýr páfi valinn?

Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir.

Hvernig er nýr páfi valinn?

Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir.

Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi?

Eftir fráfall Frans páfa styttist nú óðfluga í að næsti páfi kaþólsku kirkjunnar er valinn. Það gera kardínálar fyrir luktum dyrum í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×