Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 10:16 Lögreglumaður stendur vörð við Rauða torgið í Moskvu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Herforingi sem situr í herforingjaráði Rússlands lést þegar bílsprengja sprakk í bænum Balashikha í umdæmi höfuðborgarinnar Moskvu í morgun. Sprengjan er sögð hafa sprungið þegar herforinginn gekk fram hjá kyrrstæðum bíl. Rússneska alríkislögreglan staðfestir að Jaroslav Moskalik, aðstoðaryfirmaður aðalaðgerðastjórnar herforingjaráðs rússneska hersins, hafi látist í sprengingunni. Sprengja sem var fyllt með höglum hafi sprungið í Volkswagen Golf-bifreið. Þarlendir fjölmiðlar segja að Moskalik hafi verið á gangi í nágrenni heimilis síns þegar bíll var sprengdur í loft upp. Reuters-fréttastofan segist ekki geta staðfest fullyrðingar rússnesku miðlanna sjálf. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Moskalik hafi meðal annars verið einn fulltrúa herforingjaráðsins sem tók þátt í viðræðum við Úkraínumenn í París árið 2015, árið eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega. Ekkert hefur komið fram ennþá um hver stóð að baki sprengjutilræðinu. Nokkur launmorð hafa þó átt sér stað í Rússlandi á undanförnum misserum sem tengjast hernaði Rússa í Úkraínu. Í febrúar var Armen Sakisjan, leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu, ráðinn af dögum þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar í Moskvu. Rússneska lögreglan sagði að það tilræði hefði verið þaulskipulagt. Úkraínumenn gengust við því að hafa myrt Ígor Kirillov, rússneskan herforingja, með sprengju sem var komið fyrir í rafhlaupahjóli í Moskvu í desember. Kirillov hafði verið ákærður í Úkraínu fyrir að beita efnavopnum þar. Þá voru Úkraínumenn að verki þegar Daria Dugina, dóttir eins helsta hugmyndafræðings rússnesku ríkisstjórnarinnar, var drepin í bílsprengju nærri Moskvu í ágúst árið 2022, um hálfu ári eftir að innrás Rússa hófst. Dugina hafði sjálf verið álitsgjafi í rússneskum fjölmiðlum og endurómað hugmyndir föður síns um rússneska heimsvaldastefnu. Fréttin verður uppfærð. Rússland Hernaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Rússneska alríkislögreglan staðfestir að Jaroslav Moskalik, aðstoðaryfirmaður aðalaðgerðastjórnar herforingjaráðs rússneska hersins, hafi látist í sprengingunni. Sprengja sem var fyllt með höglum hafi sprungið í Volkswagen Golf-bifreið. Þarlendir fjölmiðlar segja að Moskalik hafi verið á gangi í nágrenni heimilis síns þegar bíll var sprengdur í loft upp. Reuters-fréttastofan segist ekki geta staðfest fullyrðingar rússnesku miðlanna sjálf. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Moskalik hafi meðal annars verið einn fulltrúa herforingjaráðsins sem tók þátt í viðræðum við Úkraínumenn í París árið 2015, árið eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega. Ekkert hefur komið fram ennþá um hver stóð að baki sprengjutilræðinu. Nokkur launmorð hafa þó átt sér stað í Rússlandi á undanförnum misserum sem tengjast hernaði Rússa í Úkraínu. Í febrúar var Armen Sakisjan, leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu, ráðinn af dögum þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar í Moskvu. Rússneska lögreglan sagði að það tilræði hefði verið þaulskipulagt. Úkraínumenn gengust við því að hafa myrt Ígor Kirillov, rússneskan herforingja, með sprengju sem var komið fyrir í rafhlaupahjóli í Moskvu í desember. Kirillov hafði verið ákærður í Úkraínu fyrir að beita efnavopnum þar. Þá voru Úkraínumenn að verki þegar Daria Dugina, dóttir eins helsta hugmyndafræðings rússnesku ríkisstjórnarinnar, var drepin í bílsprengju nærri Moskvu í ágúst árið 2022, um hálfu ári eftir að innrás Rússa hófst. Dugina hafði sjálf verið álitsgjafi í rússneskum fjölmiðlum og endurómað hugmyndir föður síns um rússneska heimsvaldastefnu. Fréttin verður uppfærð.
Rússland Hernaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira