Erlent

Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglumenn á vettvangi á laugardagskvöld.
Lögreglumenn á vettvangi á laugardagskvöld. AP

Ellefu manns eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók á hóp fólks í Kanada. Hópur fólks var að fagna degi Lapu Lapu, hátíðisdegi Filippseyinga.

„Þetta er myrkasti dagurinn í sögu borgar okkar,“ sagði Steve Rai, bráðabrigðalögreglustjóri í Vancouver í Kanada.

Rai sagði einnig að tala látinna gæti hækkað á næstu dögum og væru tugir manna slasaðir, einhverjir alvarlega.

Maðurinn, sem er þrítugur að aldri, var handtekinn á vettvangi eftir að viðstaddir framkvæmdu borgaralega handtöku á honum. Lögreglan á svæðinu telur að hann hafi verið einn að verki og ekki er talið að verknaðurinn sé hryðjuverkaárás. Maðurinn hefur hins vegar ítrekað komist í kast við lögin vegna mála sem tengjast andlegu heilsu hann.

Á laugardagskvöld var hópur fólks frá Filippseyjum að fagna hátíðinni sem er til heiðurs leiðtogans Lapu Lapu sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjunnar Mactan árið 1521. Maðurinn keyrði svartan bíl inn í þvöguna rétt eftir klukkan átta að kvöldi til á staðartíma.

„Samfélagið mun finna fyrir þessu í langan tíma. Við viljum segja öllum að við erum að syrgja. Við viljum segja öllum að við sjáum og heyrum stuðninginn sem við höfum fengið frá öllum heiminum,“ sgaði RJ Aquino, formaður baráttuhópsins Filipino BC samkvæmt umfjöllun Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×