Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:00 Derhúfan og stuttermabolurinn sem eru komin á sölu hjá Trump og svo hin klassíska MAGA-derhúfa á kolli forsetans. Getty Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira