Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 21:48 Frá aðgerðum lögreglu í Nantes í dag. EPA Nemandinn sem grunaður er um að hafa stungið skólasystur sína til bana í Nantes í Frakklandi í dag er sagður hafa lýst yfir dýrkun á hugmyndum Adolfs Hitler. Hann sendi samnemendum sínum tölvupóst skömmu fyrir árásina þar sem hann segir hnattvæðingu spilla mannkyninu. Þrír til viðbótar eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann var yfirbugaður af kennurum eftir að hafa ráðist að samnemendum sínum í kaþólskum einkaskóla í Nantes. Í færslu á X þakkar Emanuel Macron Frakklandsforseti kennurunum hugrekkið. „Með því að grípa inn í komu kennararnir líklega í veg fyrir frekari harmleik. Hugrekki þeirra er virðingarvert.“ Í umfjöllun France 24 segir að pilturinn sé nú í haldi lögreglu. Í löngum tölvupósti sem hann sendi á samnemendur sína skömmu fyrir árásina, og túlka má sem stefnuyfirlýsingu, sagði hann meðal annars hnattvæðingu hafa „breytt kerfinu okkar í vél sem spillir mannkyninu“. Þá kallaði hann eftir „líffræðilegri uppreisn“ til að koma á náttúrulegu jafnvægi vegna „vistmorðs hnattvæðingarinnar“. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Nantes að engin ummerki séu um að árásin teljist til hryðjuverkastarfsemi. Þá hefur miðillinn eftir samnemanda hans að hann hafi aðhyllst hugmyndir Adolfs Hitler. „Hann talaði um hugmyndafræði nasista. Við héldum að hann væri bara að reyna að vera fyndinn. Hann sagðist einu sinni vilja endurvekja nasismahugmyndir Hitler,“ er haft eftir samnemandanum. Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Þrír til viðbótar eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann var yfirbugaður af kennurum eftir að hafa ráðist að samnemendum sínum í kaþólskum einkaskóla í Nantes. Í færslu á X þakkar Emanuel Macron Frakklandsforseti kennurunum hugrekkið. „Með því að grípa inn í komu kennararnir líklega í veg fyrir frekari harmleik. Hugrekki þeirra er virðingarvert.“ Í umfjöllun France 24 segir að pilturinn sé nú í haldi lögreglu. Í löngum tölvupósti sem hann sendi á samnemendur sína skömmu fyrir árásina, og túlka má sem stefnuyfirlýsingu, sagði hann meðal annars hnattvæðingu hafa „breytt kerfinu okkar í vél sem spillir mannkyninu“. Þá kallaði hann eftir „líffræðilegri uppreisn“ til að koma á náttúrulegu jafnvægi vegna „vistmorðs hnattvæðingarinnar“. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Nantes að engin ummerki séu um að árásin teljist til hryðjuverkastarfsemi. Þá hefur miðillinn eftir samnemanda hans að hann hafi aðhyllst hugmyndir Adolfs Hitler. „Hann talaði um hugmyndafræði nasista. Við héldum að hann væri bara að reyna að vera fyndinn. Hann sagðist einu sinni vilja endurvekja nasismahugmyndir Hitler,“ er haft eftir samnemandanum.
Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. 24. apríl 2025 13:07