Fótboltamaður lést í upphitun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 08:32 Sinamandla Zondi var 22 ára varnarmaður og fastamaður í liði sem var á hraðferð upp í úrvalsdeildina í Suður-Afríku @DurbanCity_FC Suður-afríski fótboltamaðurinn Sinamandla Zondi lést eftir að hafa hnigið niður rétt fyrir deildarleik í Suður Afríku. Zondi var að undirbúa sig fyrir það að spila með Durban City í suður-afrísku b-deildinni þegar hann féll í jörðina í upphitun fyrir leikinn. Zondi var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans. Leikurinn fór samt af stað þrátt fyrir atvikið en var flautaður af í hálfleik eftir að fréttist af því að Zondi væri allur. Það er ekki ljóst hver dánarástæðan var en Zondi var aðeins 22 ára gamall. „Því miður þurfum við að færa ykkur þær sorgarfréttir að Sinamandla Zondi, kallaður Sgora, er allur en hann var elskaður meðlimur af Durban City fjölskyldunni,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Sinamandla var meira en hæfileikaríkur fótboltamaður. Hann var liðsfélagi, vinur, bróðir, sonur og innblástur fyrir alla sem þekktu hann.“ „Hugur okkar og samúð er hjá fjölskyldu hans, vinum, liðsfélögum, þjálfurum og öllum sem syrgja þennan mikla missi. Við munum halda áfram að styðja þau sem sem eiga um sárast að binda vegna fráfalls hans,“ sagði í fyrrnefndri fréttatilkynningu félagsins. Zondi var varnarmaður og lék sinn fyrsta leik i atvinnumennsku í september 2021. Hann hefur verið fastamaður í liðinu á þessari leiktíð og liðið er í efsta sæti deildarinnar og á leið upp í úrvalsdeildina. For You, Brother.Today, we stepped onto the pitch with one goal: to honor our fallen brother, Sinamandla Zondi.We played with his spirit in our hearts, and we played for him.Rest easy, champ.We carry you with us —every game, every step, every win.#ForSgora #OurCityOurTeam pic.twitter.com/V7pkVQQwkj— Durban City FC (@DurbanCity_FC) April 25, 2025 Fótbolti Suður-Afríka Andlát Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Sjá meira
Zondi var að undirbúa sig fyrir það að spila með Durban City í suður-afrísku b-deildinni þegar hann féll í jörðina í upphitun fyrir leikinn. Zondi var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans. Leikurinn fór samt af stað þrátt fyrir atvikið en var flautaður af í hálfleik eftir að fréttist af því að Zondi væri allur. Það er ekki ljóst hver dánarástæðan var en Zondi var aðeins 22 ára gamall. „Því miður þurfum við að færa ykkur þær sorgarfréttir að Sinamandla Zondi, kallaður Sgora, er allur en hann var elskaður meðlimur af Durban City fjölskyldunni,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Sinamandla var meira en hæfileikaríkur fótboltamaður. Hann var liðsfélagi, vinur, bróðir, sonur og innblástur fyrir alla sem þekktu hann.“ „Hugur okkar og samúð er hjá fjölskyldu hans, vinum, liðsfélögum, þjálfurum og öllum sem syrgja þennan mikla missi. Við munum halda áfram að styðja þau sem sem eiga um sárast að binda vegna fráfalls hans,“ sagði í fyrrnefndri fréttatilkynningu félagsins. Zondi var varnarmaður og lék sinn fyrsta leik i atvinnumennsku í september 2021. Hann hefur verið fastamaður í liðinu á þessari leiktíð og liðið er í efsta sæti deildarinnar og á leið upp í úrvalsdeildina. For You, Brother.Today, we stepped onto the pitch with one goal: to honor our fallen brother, Sinamandla Zondi.We played with his spirit in our hearts, and we played for him.Rest easy, champ.We carry you with us —every game, every step, every win.#ForSgora #OurCityOurTeam pic.twitter.com/V7pkVQQwkj— Durban City FC (@DurbanCity_FC) April 25, 2025
Fótbolti Suður-Afríka Andlát Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Sjá meira