Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 25. apríl 2025 22:32 Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Heilsa Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar