„Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 19:01 Heiðar Smith formaður fangavarða segir fangelsin á landinu sprungin. Vísir Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum. Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum.
Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira