Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 19:13 Ásthildur Lóa og maður hennar eru greinilega tilbúin að segja skilið við húsið á Háhæð sem þau hafa búið í frá 2007. Lögheimili eignamiðlun/Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir. Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira