Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 16:24 Tjöld flóttamanna á Gasa voru ónýt eftir nýjustu árás Ísraelshers þar sem 37 létust. AP Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira
Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira