Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2025 11:02 Adam Ægir kynntist allskyns áskorunum á Ítalíu og ákvað að best væri að snúa heim. Vísir/Arnar Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum. Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum.
Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira