Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun