Lífið

Breytt út­lit Daða Freys vekur at­hygli

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Daði gerði drastískar breytingar á útliti sínu,
Daði gerði drastískar breytingar á útliti sínu,

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár. 

Daði birti færslu á Instagram-síðu sinni í morgun þar sem má sjá hann raka af sér hárið, en hann skrifaði: „I did a thing.“

Færslan hefur strax vakið mikla athygli og tæplega 800 manns hafa nú þegar líkað við hana.

Aðdáendur hans tjá bæði hrifningu og undrun yfir útlitsbreytingunni. Daði vakti fyrst athygli þegar hann keppti fyrir hönd Íslands með hljómsveitinni Gagnamagnið með laginu Think About Things árið 2020.


Tengdar fréttir

Daði og Gagnamagnið komust áfram

Ísland er á meðal þeirra þjóða sem komast áfram í lokakeppni Eurovision. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt. 10 þjóðir komust áfram af 16 keppendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.