Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 20:45 Ásmundur segir ljóst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Vísir/Vilhelm Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. „Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann. Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira