Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 20:45 Ásmundur segir ljóst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Vísir/Vilhelm Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. „Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann. Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira