Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 20:45 Ásmundur segir ljóst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Vísir/Vilhelm Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. „Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann. Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira