Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 23:15 Aldís Guðlaugsdóttir gæti orðið ein af bestu markvörðum deildarinnar í sumar. Vísir/Diego Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira