Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2025 12:18 Mennirnir voru stöðvaðir á leið upp í Norrænu á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Tveir karlmenn hafa hvor um sig verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, en þar af verða sjö mánuðir skilorðsbundnir, vegna hylmingar í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Tvímeningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir hylmingu á símunum. Þeir voru hins vegar sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Þetta staðfestir Júlí Karlsson saksóknari í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Enginn verið ákærður fyrir sjálfan þjófnaðinn Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu. Um er að ræða tvo stuldi sem áttu sér stað í verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa nú verið sakfelldir. Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Tvímeningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Þeir voru sakfelldir fyrir hylmingu á símunum. Þeir voru hins vegar sýknaðir fyrir hylmingu á reiðufénu. Þetta staðfestir Júlí Karlsson saksóknari í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Enginn verið ákærður fyrir sjálfan þjófnaðinn Enn á eftir að gefa út ákæru fyrir sjálfan þjófnaðinn sem tengist málinu. Um er að ræða tvo stuldi sem áttu sér stað í verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa nú verið sakfelldir.
Dómsmál Þjófnaður í Elko Norræna Kópavogur Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira