Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 07:01 Iðnaðarsvæðið á Bakka er norðanmegin við Húsavíkurhöfða. Á myndinni til hægri er hoft yfir höfðann til Húsavíkur. Carbfix vill reisa kolefnisförgunarstöð á Bakka en koltvísýringi yrði dælt niður í nokkrum borholum líkum þeirri sem sést á myndinni vinstra megin. Vísir Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvísýring, í Hafnarfirði þegar ljóst varð að ekki var pólitískur stuðningur við verkefnið hjá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn í síðasta mánuði. Bæjarfulltrúar þar voru meðal annars bangnir við háværar gagnrýnisraddir á verkefnið frá hópi fólks á Facebook sem fann því flest til foráttu, en þó sérstaklega hversu nærri borteigar þar sem dæla átti niður kolsýrðu vatni yrðu íbúabyggð á Völlunum. Jafnvel áður en örlög Coda Terminal í Hafnarfirði voru ráðin hafði Carbfix leitað hófanna í Ölfusi og í Norðurþingi um að reisa kolefnisförgunarstöðvar þar. Gríðarlega mikilvægt er fyrir fyrirtækið að koma þeim verkefnum af stað sem fyrst til þess að það haldi um sautján milljarða króna styrk sem það fékk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til þess að reisa Coda Terminal í Hafnarfirði. Verkefnin hafa þegar verið kynnt íbúum í sveitarfélögunum tveimur á opnum fundum í Þorlákshöfn og Húsavík á undanförnum vikum. Viljayfirlýsing um undirbúning framkvæmda liggur þegar fyrir á milli sveitarfélaganna tveggja og Carbfix. Stefnt er að því að gera rannsóknarborholur í báðum sveitarfélögum á árinu ef ekki verður hægt að nýta þær sem eru þegar til staðar og ljúka jarðfræðirannsóknum á næstu misserum. Ætlun Carbfix með Coda Terminal er að taka á móti flutningaskipum sem flytja koltvísýring til landsins og dæla honum ofan í jörðu þar sem hann binst varanlega við berglög með aðferð sem fyrirtækið þróaði til þess að farga kolefni og brennisteinsvetni við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn á að koma frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að beita aðferð Carbfix hvar sem er en Ísland þykir henta sérstaklega vel vegna jarðfræðilegra eiginleika landsins. Carbfix er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. Fjármagna á Coda Terminal að langmestu leyti með milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu og fjárfestingu einkaaðila. Mættir í Facebook-hópa fyrir Húsvíkinga Eftir að Coda Terminal var slegið af í Hafnarfirði í síðasta mánuði hafa nokkrir einstaklingar sem höfðu sig einna mest frammi í Facebook-hópi gegn áformunum þar mætt í umræðuhópa fyrir íbúa Húsavíkur á samfélagsmiðlinum til þess að finna mögulega andstæðinga verkefnisins fyrir norðan. Þeir hafa óskað eftir að komast í samband við Húsvíkinga sem séu á móti áformum Carbfix, talað gegn verkefninu og boðið Húsvíkingum að setja sig í samband við þá um ráðleggingar. Aðeins hluti þeirra sem blanda sér í umræðuhópana á Húsavík og voru virkir gegn verkefninu í Straumsvík búa í Hafnarfirði. Skjáskot af færslu eins andstæðinga Coda Terminal í Facebook-hópnum „Umræður á Húsavík“.Skjáskot Facebook-hópurinn sem var sem virkastur gegn Coda Terminal í Hafnarfirði snerist að nafninu til um staðsetningu stöðvarinnar nærri íbúabyggð. Í lýsingu hans sagði að hópurinn krefðist þess að borteigar yrðu staðsettir fjær mannabústöðum. Í Norðurþingi hefur Carbfix áhuga á að hafa starfsemi á iðnaðarsvæðinu á Bakka sem er norðanmegin við Húavíkurhöfða. Þar er Kísilver fyrirtækisins PCC fyrir á fleti. Mótmæli þróuðust frá því að snúast um staðsetninguna Arndís Kjartansdóttir, einn stofnenda mótmælahópsins í Hafnarfirði, segist hafa boðið fólki í Norðurþingi að hafa samband ef það vildi. Fólk frá Húsavík sem hafi áhyggjur af áformunum hafi sett sig í samband og þau í Hafnarfirði vilji vera opin fyrir að fólk geti leitað til þeirra. Spurð að því hvort að áformin í Norðurþingi séu ekki ólík þeim í Hafnarfirði þar sem starfsemin eigi að vera á iðnaðarsvæði fyrir utan byggðina segir Arndís að staðsetning borteiganna liggi ekki fyrir. Hún telur jákvætt að fulltrúar Carbfix hafi talað við íbúa fyrir norðan frá upphafi því þannig hafi það ekki verið í Hafnarfirði. Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, stofnaði hóp sem mótmæli Coda Terminal í Hafnarfirði. Nú reyna sumir úr hópnum að hafa áhrif á afstöðu íbúa Norðurþings sömuleiðis.Vísir/Einar Upphaflega hafi mótmælin í Hafnarfirði beinst að staðsetningu borteiganna en síðan hafi þau þróast áfram. Sjálf segist hún ekki mótfallin áformunum fyrir norðan en að hún sé hlynnt því að íbúar fái að velja í svo stóru máli. „Ef ég á að segja mína persónulega skoðun þá finnst mér allt í lagi að það megi ræða, ætlum við að setja alla raforkuna okkar í þetta, ætlum við að setja allt vatnið okkar í þetta, ætlum við að setja allt heita vatnið í þetta. Þetta hefur aldrei verið rætt,“ segir Arndís. Mögulega fleiri sem hafi ekki náð að kynna sér málið í Hafnarfirði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, segir næstu byggðina þar sveitabæi á Tjörnesi en þeir séu ekki nálægt mögulegu athafnasvæði Coda Terminal. „Þetta er búið að vera iðnaðarsvæði inni á aðalskipulagi í langan tíma og þar með sátt í samfélaginu um að þarna byggist upp iðnaður,“ segir hún við Vísi. Mögulega hafi Coda-stöðin í Hafnarfirði átt að vera í meiri nánd við fólk og þar hafi ef til vill verið meiri massi fólks sem ekki hafi náð að kynna sér málið til hlítar, að sögn sveitarstjórans. Spurð út í afskipti andstæðinga Coda-stöðvarinnar í Hafnarfirði af umræðunni í Norðurþingi segir Katrín eðlilegt er að fólk hafi misjafnar skoðanir á nýsköpunarverkefni eins og Coda Terminal sem sé nýtt og framandi. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings.aðsend Yfirgripsmiklar kynningar á verkefninu hafi svarað mörgum spurningum sem brenni á fólki. „Ég hef heyrt að fólk sem fór neikvætt inn á íbúafundinn, það kom jákvæðara út vegna þess að það hafði einfaldlega fengið útskýringar á verkefninu og hvernig það er hugsað, “ segir Katrín og vísar til kynningarfundar fulltrúa Carbfix og sveitarfélagsins með íbúum í Húsavík í síðustu viku.. Verkefnið er á algeru byrjunarstigi og telur sveitarstjórinn eðlilegt að rannsóknir fari fram áður en fólk gefi sér niðurstöður. Það fái sinn eðlilega farveg í umhverfismati þar sem dregin verði fram áhrif ýmissa þátta. „Mér finnst alveg eðlilegt að það komi fram af hverju fólk hefur áhyggjur. Þá er hægt að rannsaka það og bregðast við því,“ segir Katrín. Engar „faglegar ástæður“ fyrir andstöðunni Formaður Loftslagsráðs sagði engar faglegar ástæður hafa verið fyrir andstöðunni við Coda Terminal í Hafnarfirði eftir að verkefnið var slegið af. Mikilvægt væri að verkefninu yrði fundinn nýr staður án mikillar tafar. Mörgum þeirra áhyggna sem andstæðingar Coda-stöðvarinnar í Hafnarfirði höfðu uppi var svarað í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati verkefnisins í febrúar. Stofnunin taldi óverulegar líkur á jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingarinnar og byggði það meðal annars á umsögnum Íslenskra orkurannsókna og sérfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Í sérfræðimati sem Carbfix lagði sjálft fram kom fram að engin jarðskjálftavirkni hefði orðið vegna niðurdælingarinnar á Hellisheiði. Kolefnisförgunarstöðin var heldur ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból og byggði Skipulagsstofnun það að hluta á áliti Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Stór hluti gagnrýni á kolefnisförgunaráformin hefur gengið út á snefilefni sem kunni að vera til staðar í koltvísýringnum sem flytja ætti til landsins og dæla niður. Yfirvísindakona Carbfix sagði Vísi í febrúar að snefilefni yrðu ekki endilega í koltvísýringstraumnum þótt þau mættu vera það. Helstu snefilefnin væru efni úr andrúmsloftinu; súrefni, nitur og vetni. Þungmálmar gætu einnig verið í snefilmagni en hægt væri að hreinsa þá úr straumnum en sumir þeirra bindust með koltvísýringnum djúpt í berglögum. Carbfix bíði leiðbeininga frá bæði Umhverfisstofnun og Evrópusambandinu um hvaða efni megi vera í efnisstraumum sem eigi að dæla í jörðu. Til samanburðar hefur kísilverið á Bakka heimild til þess að losa þungmálma eins og arsen, blý og kvikasilfur í snefilmagni út í andrúmsloftið samkvæmt starfsleyfi sínu. Koltvísýringur er meðal annars aukaafurð sementsframleiðslu sem erfitt er að losna við. Þess vegna er lögð áhersla á að binda og farga kolefni sem losnar við framleiðsluna. Myndin er af Sementsverksmiðjunni á Akranesi.Vísir/Vilhelm Sömu áhrif sama hvar koltvísýringurinn er losaður Einnig hefur borið á gagnrýni á að flytja eigi inn „mengun“ frá Evrópu til Íslands með því að farga kolefni í jörðu hér. Koltvísýringur er þó ekki mengandi í sama skilningi og þungmálmar eða svifryksmengun. Skaðleg áhrif hans eru fyrst og fremst á loftslag jarðar þar sem kolefnið hrannast upp í lofthjúpnum og veldur vaxandi hlýnun við yfirborð jarðar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið meiri en nú í sögu mannkynsins og líklega ekki í allt að þrjár milljónir ára. Hlýnun sem hann veldur nemur nú þegar meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar og fer vaxandi. Koltvísýringurinn hefur þannig sömu umhverfisáhrif alls staðar, hvort sem hann er losaður út í andrúmsloftið á Íslandi, í Þýskalandi eða í Kína þótt afleiðingar loftslagsbreytinganna sem fylgja losuninni fari eftir aðstæðum á hverjum stað. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt að kolefnisföngun og -förgun sé mikilvæg til þess að markmið um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu á þessari öld náist. Slíkar aðferðir séu sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, líkt og frá þeim iðnaði sem Carbfix vill eigi viðskipti við. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda. Norðurþing Coda Terminal Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvísýring, í Hafnarfirði þegar ljóst varð að ekki var pólitískur stuðningur við verkefnið hjá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn í síðasta mánuði. Bæjarfulltrúar þar voru meðal annars bangnir við háværar gagnrýnisraddir á verkefnið frá hópi fólks á Facebook sem fann því flest til foráttu, en þó sérstaklega hversu nærri borteigar þar sem dæla átti niður kolsýrðu vatni yrðu íbúabyggð á Völlunum. Jafnvel áður en örlög Coda Terminal í Hafnarfirði voru ráðin hafði Carbfix leitað hófanna í Ölfusi og í Norðurþingi um að reisa kolefnisförgunarstöðvar þar. Gríðarlega mikilvægt er fyrir fyrirtækið að koma þeim verkefnum af stað sem fyrst til þess að það haldi um sautján milljarða króna styrk sem það fékk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til þess að reisa Coda Terminal í Hafnarfirði. Verkefnin hafa þegar verið kynnt íbúum í sveitarfélögunum tveimur á opnum fundum í Þorlákshöfn og Húsavík á undanförnum vikum. Viljayfirlýsing um undirbúning framkvæmda liggur þegar fyrir á milli sveitarfélaganna tveggja og Carbfix. Stefnt er að því að gera rannsóknarborholur í báðum sveitarfélögum á árinu ef ekki verður hægt að nýta þær sem eru þegar til staðar og ljúka jarðfræðirannsóknum á næstu misserum. Ætlun Carbfix með Coda Terminal er að taka á móti flutningaskipum sem flytja koltvísýring til landsins og dæla honum ofan í jörðu þar sem hann binst varanlega við berglög með aðferð sem fyrirtækið þróaði til þess að farga kolefni og brennisteinsvetni við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn á að koma frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að beita aðferð Carbfix hvar sem er en Ísland þykir henta sérstaklega vel vegna jarðfræðilegra eiginleika landsins. Carbfix er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. Fjármagna á Coda Terminal að langmestu leyti með milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu og fjárfestingu einkaaðila. Mættir í Facebook-hópa fyrir Húsvíkinga Eftir að Coda Terminal var slegið af í Hafnarfirði í síðasta mánuði hafa nokkrir einstaklingar sem höfðu sig einna mest frammi í Facebook-hópi gegn áformunum þar mætt í umræðuhópa fyrir íbúa Húsavíkur á samfélagsmiðlinum til þess að finna mögulega andstæðinga verkefnisins fyrir norðan. Þeir hafa óskað eftir að komast í samband við Húsvíkinga sem séu á móti áformum Carbfix, talað gegn verkefninu og boðið Húsvíkingum að setja sig í samband við þá um ráðleggingar. Aðeins hluti þeirra sem blanda sér í umræðuhópana á Húsavík og voru virkir gegn verkefninu í Straumsvík búa í Hafnarfirði. Skjáskot af færslu eins andstæðinga Coda Terminal í Facebook-hópnum „Umræður á Húsavík“.Skjáskot Facebook-hópurinn sem var sem virkastur gegn Coda Terminal í Hafnarfirði snerist að nafninu til um staðsetningu stöðvarinnar nærri íbúabyggð. Í lýsingu hans sagði að hópurinn krefðist þess að borteigar yrðu staðsettir fjær mannabústöðum. Í Norðurþingi hefur Carbfix áhuga á að hafa starfsemi á iðnaðarsvæðinu á Bakka sem er norðanmegin við Húavíkurhöfða. Þar er Kísilver fyrirtækisins PCC fyrir á fleti. Mótmæli þróuðust frá því að snúast um staðsetninguna Arndís Kjartansdóttir, einn stofnenda mótmælahópsins í Hafnarfirði, segist hafa boðið fólki í Norðurþingi að hafa samband ef það vildi. Fólk frá Húsavík sem hafi áhyggjur af áformunum hafi sett sig í samband og þau í Hafnarfirði vilji vera opin fyrir að fólk geti leitað til þeirra. Spurð að því hvort að áformin í Norðurþingi séu ekki ólík þeim í Hafnarfirði þar sem starfsemin eigi að vera á iðnaðarsvæði fyrir utan byggðina segir Arndís að staðsetning borteiganna liggi ekki fyrir. Hún telur jákvætt að fulltrúar Carbfix hafi talað við íbúa fyrir norðan frá upphafi því þannig hafi það ekki verið í Hafnarfirði. Arndís Kjartansdóttir, íbúi á völlunum í Hafnarfirði, stofnaði hóp sem mótmæli Coda Terminal í Hafnarfirði. Nú reyna sumir úr hópnum að hafa áhrif á afstöðu íbúa Norðurþings sömuleiðis.Vísir/Einar Upphaflega hafi mótmælin í Hafnarfirði beinst að staðsetningu borteiganna en síðan hafi þau þróast áfram. Sjálf segist hún ekki mótfallin áformunum fyrir norðan en að hún sé hlynnt því að íbúar fái að velja í svo stóru máli. „Ef ég á að segja mína persónulega skoðun þá finnst mér allt í lagi að það megi ræða, ætlum við að setja alla raforkuna okkar í þetta, ætlum við að setja allt vatnið okkar í þetta, ætlum við að setja allt heita vatnið í þetta. Þetta hefur aldrei verið rætt,“ segir Arndís. Mögulega fleiri sem hafi ekki náð að kynna sér málið í Hafnarfirði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, segir næstu byggðina þar sveitabæi á Tjörnesi en þeir séu ekki nálægt mögulegu athafnasvæði Coda Terminal. „Þetta er búið að vera iðnaðarsvæði inni á aðalskipulagi í langan tíma og þar með sátt í samfélaginu um að þarna byggist upp iðnaður,“ segir hún við Vísi. Mögulega hafi Coda-stöðin í Hafnarfirði átt að vera í meiri nánd við fólk og þar hafi ef til vill verið meiri massi fólks sem ekki hafi náð að kynna sér málið til hlítar, að sögn sveitarstjórans. Spurð út í afskipti andstæðinga Coda-stöðvarinnar í Hafnarfirði af umræðunni í Norðurþingi segir Katrín eðlilegt er að fólk hafi misjafnar skoðanir á nýsköpunarverkefni eins og Coda Terminal sem sé nýtt og framandi. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings.aðsend Yfirgripsmiklar kynningar á verkefninu hafi svarað mörgum spurningum sem brenni á fólki. „Ég hef heyrt að fólk sem fór neikvætt inn á íbúafundinn, það kom jákvæðara út vegna þess að það hafði einfaldlega fengið útskýringar á verkefninu og hvernig það er hugsað, “ segir Katrín og vísar til kynningarfundar fulltrúa Carbfix og sveitarfélagsins með íbúum í Húsavík í síðustu viku.. Verkefnið er á algeru byrjunarstigi og telur sveitarstjórinn eðlilegt að rannsóknir fari fram áður en fólk gefi sér niðurstöður. Það fái sinn eðlilega farveg í umhverfismati þar sem dregin verði fram áhrif ýmissa þátta. „Mér finnst alveg eðlilegt að það komi fram af hverju fólk hefur áhyggjur. Þá er hægt að rannsaka það og bregðast við því,“ segir Katrín. Engar „faglegar ástæður“ fyrir andstöðunni Formaður Loftslagsráðs sagði engar faglegar ástæður hafa verið fyrir andstöðunni við Coda Terminal í Hafnarfirði eftir að verkefnið var slegið af. Mikilvægt væri að verkefninu yrði fundinn nýr staður án mikillar tafar. Mörgum þeirra áhyggna sem andstæðingar Coda-stöðvarinnar í Hafnarfirði höfðu uppi var svarað í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati verkefnisins í febrúar. Stofnunin taldi óverulegar líkur á jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingarinnar og byggði það meðal annars á umsögnum Íslenskra orkurannsókna og sérfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Í sérfræðimati sem Carbfix lagði sjálft fram kom fram að engin jarðskjálftavirkni hefði orðið vegna niðurdælingarinnar á Hellisheiði. Kolefnisförgunarstöðin var heldur ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból og byggði Skipulagsstofnun það að hluta á áliti Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Stór hluti gagnrýni á kolefnisförgunaráformin hefur gengið út á snefilefni sem kunni að vera til staðar í koltvísýringnum sem flytja ætti til landsins og dæla niður. Yfirvísindakona Carbfix sagði Vísi í febrúar að snefilefni yrðu ekki endilega í koltvísýringstraumnum þótt þau mættu vera það. Helstu snefilefnin væru efni úr andrúmsloftinu; súrefni, nitur og vetni. Þungmálmar gætu einnig verið í snefilmagni en hægt væri að hreinsa þá úr straumnum en sumir þeirra bindust með koltvísýringnum djúpt í berglögum. Carbfix bíði leiðbeininga frá bæði Umhverfisstofnun og Evrópusambandinu um hvaða efni megi vera í efnisstraumum sem eigi að dæla í jörðu. Til samanburðar hefur kísilverið á Bakka heimild til þess að losa þungmálma eins og arsen, blý og kvikasilfur í snefilmagni út í andrúmsloftið samkvæmt starfsleyfi sínu. Koltvísýringur er meðal annars aukaafurð sementsframleiðslu sem erfitt er að losna við. Þess vegna er lögð áhersla á að binda og farga kolefni sem losnar við framleiðsluna. Myndin er af Sementsverksmiðjunni á Akranesi.Vísir/Vilhelm Sömu áhrif sama hvar koltvísýringurinn er losaður Einnig hefur borið á gagnrýni á að flytja eigi inn „mengun“ frá Evrópu til Íslands með því að farga kolefni í jörðu hér. Koltvísýringur er þó ekki mengandi í sama skilningi og þungmálmar eða svifryksmengun. Skaðleg áhrif hans eru fyrst og fremst á loftslag jarðar þar sem kolefnið hrannast upp í lofthjúpnum og veldur vaxandi hlýnun við yfirborð jarðar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið meiri en nú í sögu mannkynsins og líklega ekki í allt að þrjár milljónir ára. Hlýnun sem hann veldur nemur nú þegar meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar og fer vaxandi. Koltvísýringurinn hefur þannig sömu umhverfisáhrif alls staðar, hvort sem hann er losaður út í andrúmsloftið á Íslandi, í Þýskalandi eða í Kína þótt afleiðingar loftslagsbreytinganna sem fylgja losuninni fari eftir aðstæðum á hverjum stað. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt að kolefnisföngun og -förgun sé mikilvæg til þess að markmið um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu á þessari öld náist. Slíkar aðferðir séu sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, líkt og frá þeim iðnaði sem Carbfix vill eigi viðskipti við. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda.
Ætlun Carbfix með Coda Terminal er að taka á móti flutningaskipum sem flytja koltvísýring til landsins og dæla honum ofan í jörðu þar sem hann binst varanlega við berglög með aðferð sem fyrirtækið þróaði til þess að farga kolefni og brennisteinsvetni við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn á að koma frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar en ekki frá bruna á jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að beita aðferð Carbfix hvar sem er en Ísland þykir henta sérstaklega vel vegna jarðfræðilegra eiginleika landsins. Carbfix er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. Fjármagna á Coda Terminal að langmestu leyti með milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu og fjárfestingu einkaaðila.
Norðurþing Coda Terminal Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira