Hækkanir í Kauphöllinni á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. apríl 2025 12:43 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir meiri yfirvegun sé nú að komast á hlutabréfamarkaði eftir miklar lækkanir síðustu daga. Vísir/Egill Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. Úrvalsvísitalan hefur verið nánast í frjálsu falli síðan á miðvikudag og hafði í gær ekki verið lægri síðan 17. september í fyrra. Í morgun sýndi vísitalan hækkun um tvö komma sex prósent en hefur nú aðeins sigið aftur þegar þetta er skrifað. Lyfjafyrirtækið Alvotech leiddi í gær lækkanir en gengi hlutabréfa í félaginu lækkaði þá um tólf prósent. Félagið hækkaði aftur um fimm og hálft prósent í morgun. Gengi félagsins JBT Marel lækkaði um sjö prósent í gær en hafði í morgun hækkað um rúm þrjú prósent en félagið er einnig skráð á markað vestanhafs. Markaðir víðast hvar í heiminum tóku hressilega dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá áformum sínum um stóraukna tolla á innflutning til Bandaríkjanna. Hann hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem hann kynnti í síðustu viku. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll í gær um um heil þrettán prósent sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi. Það var þó heldur bjartara við opnun markaða í Asíu og Evrópu í morgun eftir samfelldar lækkanir síðustu daga. Nikkei vísitalan í Japan fór upp um sex prósent í nótt og Hang Seng vísitalan hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent í morgun og sömu sögu er að segja frá vísitölum í Frakklandi og Þýskalandi. Jón Bjarki segir viðbrögð við mörkuðum í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafi blásið innlendum fjárfestum sóknarhug í brjóst. „Ég held að það sé aðeins farið að renna upp fyrir mörgum að það sé ekki víst að efnahagshorfurnar hér á landi séu ekki jafn daprar vegna þessa, það er að segja efnahagslífið í heild. Þó áhrifin verði aldrei jákvæð af tollastríði þá eru þokkalegar líkur að efnahagurinn í heild og ekki síður hagur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði verði ekki jafn slæmur og búið var að verðleggja eftir lækkanirnar í gær.“ Var þetta þá panik-sala í gær? „Já eða þessi ofboðslega óvissa sem var uppi fyrstu dagana eftir tollatilkynningar Trump stjórnarinnar. Sérstaklega þegar aðrir fjárfestingakostir eru að gefa vel þá leita peningarnir í vissuna. Hér er hægt að ná ágætum raunvöxtum með mjög lítilli áhættu og lítilli bindingu af því að vaxtastig er almennt hátt. Ýmsir hafa viljað bíða af sér versta óveðrið sem geisaði á mörkuðum í gær og seinni hluta síðustu viku og það er meiri yfirvegun að komast á. Þau fyrirtæki sem ekki eru sérstaklega undir hælnum á erlendum mörkuðum eiga að geta gengið þokkalega eftir sem áður. Viðbrögðin voru kannski sterkari en efni stóðu til, að minnsta kosti eins og staðan er akkúrat núna.“ Kauphöllin Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Úrvalsvísitalan hefur verið nánast í frjálsu falli síðan á miðvikudag og hafði í gær ekki verið lægri síðan 17. september í fyrra. Í morgun sýndi vísitalan hækkun um tvö komma sex prósent en hefur nú aðeins sigið aftur þegar þetta er skrifað. Lyfjafyrirtækið Alvotech leiddi í gær lækkanir en gengi hlutabréfa í félaginu lækkaði þá um tólf prósent. Félagið hækkaði aftur um fimm og hálft prósent í morgun. Gengi félagsins JBT Marel lækkaði um sjö prósent í gær en hafði í morgun hækkað um rúm þrjú prósent en félagið er einnig skráð á markað vestanhafs. Markaðir víðast hvar í heiminum tóku hressilega dýfu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá áformum sínum um stóraukna tolla á innflutning til Bandaríkjanna. Hann hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem hann kynnti í síðustu viku. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll í gær um um heil þrettán prósent sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi. Það var þó heldur bjartara við opnun markaða í Asíu og Evrópu í morgun eftir samfelldar lækkanir síðustu daga. Nikkei vísitalan í Japan fór upp um sex prósent í nótt og Hang Seng vísitalan hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent í morgun og sömu sögu er að segja frá vísitölum í Frakklandi og Þýskalandi. Jón Bjarki segir viðbrögð við mörkuðum í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafi blásið innlendum fjárfestum sóknarhug í brjóst. „Ég held að það sé aðeins farið að renna upp fyrir mörgum að það sé ekki víst að efnahagshorfurnar hér á landi séu ekki jafn daprar vegna þessa, það er að segja efnahagslífið í heild. Þó áhrifin verði aldrei jákvæð af tollastríði þá eru þokkalegar líkur að efnahagurinn í heild og ekki síður hagur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði verði ekki jafn slæmur og búið var að verðleggja eftir lækkanirnar í gær.“ Var þetta þá panik-sala í gær? „Já eða þessi ofboðslega óvissa sem var uppi fyrstu dagana eftir tollatilkynningar Trump stjórnarinnar. Sérstaklega þegar aðrir fjárfestingakostir eru að gefa vel þá leita peningarnir í vissuna. Hér er hægt að ná ágætum raunvöxtum með mjög lítilli áhættu og lítilli bindingu af því að vaxtastig er almennt hátt. Ýmsir hafa viljað bíða af sér versta óveðrið sem geisaði á mörkuðum í gær og seinni hluta síðustu viku og það er meiri yfirvegun að komast á. Þau fyrirtæki sem ekki eru sérstaklega undir hælnum á erlendum mörkuðum eiga að geta gengið þokkalega eftir sem áður. Viðbrögðin voru kannski sterkari en efni stóðu til, að minnsta kosti eins og staðan er akkúrat núna.“
Kauphöllin Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira