Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. apríl 2025 13:02 Það hefði auðvitað verið verulega til bóta að stjórnvöld hefðu lagst í smá greiningarvinnu vegna áforma sinna um tvöföldun veiðigjalda. Þó ekki væri nema til þess að stjórnvöld sjálf, hefðu það þokkalega á hreinu hvað þau básúna yfir landið og miðin um hagstærðir í greininni. Eitt dæmi af ótal mörgum um glæpsamlega galnar rangfærslur stjórnvalda, er að hæstvirtur atvinnuráðherra gasar blygðunarlaust yfir lýðinn í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Stjórnarþingmenn og meðhlauparar þeirra, taka svo undir söng ráðherrans, í nafni sanngirni og réttlætis, um að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Ráðherrann og stjórnarliðar almennt, hefðu nú svosem ekki þurft að leggjast í þunga greiningarvinnu til þess að komast að því að fullyrðingin (bullyrðingin) um arðsemina, væri kolröng. Nóg hefði verið að heimsækja heimasíðu Hagstofunar til þess að glöggva sig á því rétta. Eins og myndin hér að neðan sýnir. Frasar eins og, "sátt um sjávarútveginn" og "sanngirni", eru bara hjóm eitt þegar undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar fær ekki að njóta sannmælis í áróðursherferð stjórnvalda. En kannski stóð það líka aldrei til að greinin fengi að njóta sannmælis. Enda blákaldar staðreyndir sjaldan þeim hliðhollar, sem viljandi halla réttu máli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Það hefði auðvitað verið verulega til bóta að stjórnvöld hefðu lagst í smá greiningarvinnu vegna áforma sinna um tvöföldun veiðigjalda. Þó ekki væri nema til þess að stjórnvöld sjálf, hefðu það þokkalega á hreinu hvað þau básúna yfir landið og miðin um hagstærðir í greininni. Eitt dæmi af ótal mörgum um glæpsamlega galnar rangfærslur stjórnvalda, er að hæstvirtur atvinnuráðherra gasar blygðunarlaust yfir lýðinn í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Stjórnarþingmenn og meðhlauparar þeirra, taka svo undir söng ráðherrans, í nafni sanngirni og réttlætis, um að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Ráðherrann og stjórnarliðar almennt, hefðu nú svosem ekki þurft að leggjast í þunga greiningarvinnu til þess að komast að því að fullyrðingin (bullyrðingin) um arðsemina, væri kolröng. Nóg hefði verið að heimsækja heimasíðu Hagstofunar til þess að glöggva sig á því rétta. Eins og myndin hér að neðan sýnir. Frasar eins og, "sátt um sjávarútveginn" og "sanngirni", eru bara hjóm eitt þegar undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar fær ekki að njóta sannmælis í áróðursherferð stjórnvalda. En kannski stóð það líka aldrei til að greinin fengi að njóta sannmælis. Enda blákaldar staðreyndir sjaldan þeim hliðhollar, sem viljandi halla réttu máli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar