Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 08:40 „Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna. Vísir/EPA Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. „Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna sem voru skipulögð af um 150 stéttarfélögum, félagasamtökum, mannréttindasamtökum, fyrrverandi hermönnum og fleirum. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur söfnuðust saman til að mótmæla því hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stýrir nú landinu og þeim ákvörðunum sem hann hefur verið að taka ásamt Elon Musk, eiganda Space X og Tesla, um endurskipulagningu opinbers reksturs í Bandaríkjunum. Hér komu mótmælendur saman fyrir utan sýningarherbergi Tesla í Kaliforníu en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið sérstakur ráðgjafi Trump. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að um tuttugu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni, Washington. Þar er haft eftir þátttakendum að þeir hafi viljað koma saman til að mótmæla ákvörðunum Trump er varða innflytjendur, tollamál, menntamál auk ákvarðana sem teknar hafa verið í DOGE, sérstakri sparnaðarstofnun sem sett var á stofn eftir að Trump tók við. Niðurskurður og lokanir Frá því að Trump tók aftur við í janúar hefur stofnunin skorið niður um 200 þúsund opinber störf en alls starfa um 2,3 milljónir fyrir hið opinbera. Þá er víða búið að loka svæðisskrifstofum almannatrygginga og margir lýstu á mótmælunum áhyggjum af því. Á vef AP segir að í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna mótmælanna hafi komið fram að Trump ætli sér að verja almannatryggingakerfið og opinbera heilbrigðiskerfið fyrir þau sem eiga rétt á því. „Á sama tíma er það afstaða Demókrata að gefa ólöglegum innflytjendum aðgang að almannatryggingakerfinu, Medicare og Medicaid, sem mun setja þessi prógrömm á hausinn og troða á amerískum lífeyrisþegum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir komu saman í Washington og mótmæltu við Hvíta húsið. Vísir/EPA Í frétt Reuters kemur einnig fram að Trump hafi sjálfur varið deginum í Flórída að spila golf og svo farið á heimili sitt í Mar-a-Lago síðdegis. Í um sex kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar söfnuðust mótmælendur einnig saman. „Markaðir falla, Trump spilar golf,“ stóð á einu skilti mótmælanda þar. Allar stofnanir fyrir árás „Ég meina, allt landið er að verða fyrir árás, allar stofnanir, allt sem gerir Ameríku að því sem hún er,“ sagði Terry Klein, lífeindafræðingur á eftirlaunum, sem mótmælti í Washington í frétt Reuters. „Ég hélt að mótmæladagar mínir væru liðnir, en svo fengum við einhvern eins og Trump og Musk,“ sagði Sue-ann Friedman sem mótmælti í Connecticut. Í Walnut Creek í Kaliforníu voru skilaboðin svona til Trump og Musk. Vísir/EPA Paul Kretschmann, lögmaður á eftirlaunum, var mættur á sín fyrstu mótmæli í Stamford og lýsti áhyggjum af því að Trump ætlaði að lama algjörlega almenna tryggingakerfið og að hann ætlaði sér að tryggja að hann geti setið lengur við völd með því að gera stjórnvöld óvirk. Í frétt Reuters segir að margar af þeim ákvörðunum sem Trump hefur fyrirskipað sé búið að mótmæla með lögsóknum með tilvísun til þess að hann hafi farið fram úr sínum valdheimildum með því að til dæmis reka opinbera starfsmenn, vísa innflytjendum úr landi og að ógilda ýmis lög sem höfðu verið samþykkt til að tryggja rétt trans fólks. Bandaríkin Donald Trump Bretland Frakkland Þýskaland Kanada Mexíkó Hinsegin Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20 „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
„Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna sem voru skipulögð af um 150 stéttarfélögum, félagasamtökum, mannréttindasamtökum, fyrrverandi hermönnum og fleirum. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur söfnuðust saman til að mótmæla því hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stýrir nú landinu og þeim ákvörðunum sem hann hefur verið að taka ásamt Elon Musk, eiganda Space X og Tesla, um endurskipulagningu opinbers reksturs í Bandaríkjunum. Hér komu mótmælendur saman fyrir utan sýningarherbergi Tesla í Kaliforníu en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið sérstakur ráðgjafi Trump. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að um tuttugu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni, Washington. Þar er haft eftir þátttakendum að þeir hafi viljað koma saman til að mótmæla ákvörðunum Trump er varða innflytjendur, tollamál, menntamál auk ákvarðana sem teknar hafa verið í DOGE, sérstakri sparnaðarstofnun sem sett var á stofn eftir að Trump tók við. Niðurskurður og lokanir Frá því að Trump tók aftur við í janúar hefur stofnunin skorið niður um 200 þúsund opinber störf en alls starfa um 2,3 milljónir fyrir hið opinbera. Þá er víða búið að loka svæðisskrifstofum almannatrygginga og margir lýstu á mótmælunum áhyggjum af því. Á vef AP segir að í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna mótmælanna hafi komið fram að Trump ætli sér að verja almannatryggingakerfið og opinbera heilbrigðiskerfið fyrir þau sem eiga rétt á því. „Á sama tíma er það afstaða Demókrata að gefa ólöglegum innflytjendum aðgang að almannatryggingakerfinu, Medicare og Medicaid, sem mun setja þessi prógrömm á hausinn og troða á amerískum lífeyrisþegum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir komu saman í Washington og mótmæltu við Hvíta húsið. Vísir/EPA Í frétt Reuters kemur einnig fram að Trump hafi sjálfur varið deginum í Flórída að spila golf og svo farið á heimili sitt í Mar-a-Lago síðdegis. Í um sex kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar söfnuðust mótmælendur einnig saman. „Markaðir falla, Trump spilar golf,“ stóð á einu skilti mótmælanda þar. Allar stofnanir fyrir árás „Ég meina, allt landið er að verða fyrir árás, allar stofnanir, allt sem gerir Ameríku að því sem hún er,“ sagði Terry Klein, lífeindafræðingur á eftirlaunum, sem mótmælti í Washington í frétt Reuters. „Ég hélt að mótmæladagar mínir væru liðnir, en svo fengum við einhvern eins og Trump og Musk,“ sagði Sue-ann Friedman sem mótmælti í Connecticut. Í Walnut Creek í Kaliforníu voru skilaboðin svona til Trump og Musk. Vísir/EPA Paul Kretschmann, lögmaður á eftirlaunum, var mættur á sín fyrstu mótmæli í Stamford og lýsti áhyggjum af því að Trump ætlaði að lama algjörlega almenna tryggingakerfið og að hann ætlaði sér að tryggja að hann geti setið lengur við völd með því að gera stjórnvöld óvirk. Í frétt Reuters segir að margar af þeim ákvörðunum sem Trump hefur fyrirskipað sé búið að mótmæla með lögsóknum með tilvísun til þess að hann hafi farið fram úr sínum valdheimildum með því að til dæmis reka opinbera starfsmenn, vísa innflytjendum úr landi og að ógilda ýmis lög sem höfðu verið samþykkt til að tryggja rétt trans fólks.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Frakkland Þýskaland Kanada Mexíkó Hinsegin Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20 „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20