Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 5. apríl 2025 18:00 Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun