Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2025 15:52 Kári Jónsson hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Vals undanfarin ár. vísir/diego Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar. Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar.
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira