Sendi Dönum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 13:25 Lars Lokke Rasmussen og Marco Rubio, utanríkisráðherrar Danmerkur og Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“ Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira