Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2025 08:52 Starfsmenn Rauða hálfmánans á Gasa syrgja félaga sína sem voru drepnir nærri Rafah í síðasta mánuði. Lík þeirra sem fundust í grunnri fjöldagröf. AP/Abdel Kareem Hana Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé. Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé.
Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira