Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2025 08:52 Starfsmenn Rauða hálfmánans á Gasa syrgja félaga sína sem voru drepnir nærri Rafah í síðasta mánuði. Lík þeirra sem fundust í grunnri fjöldagröf. AP/Abdel Kareem Hana Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé. Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé.
Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira