Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar 2. apríl 2025 19:00 Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga? Undanfarið hefur verið mikill vöxtur í starfsauglýsingum sem tengjast sjálfbærni. Framsetning þeirra getur þó virkað heldur letjandi á þau sem ekki eru með bakgrunn í STEMgreinum. „STEM“ er alþjóðleg skammstöfun og vísar í fræðigreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda – hefðbundnar raungreinar auk tæknigreina. Áður en við tökum afstöðu til þess hvort þessar greinar séu best til þess fallnar að stuðla að sjálfbærni skulum við skoða hvað felst í sjálfbærri þróun. Brundtlandskýrslan frá 1987 skilgreinir sjálfbæra þróun sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Það er ekkert í þessari skilgreiningu sem bendir til að sjálfbærni sé bara fyrir raunvísinda- og tæknigeirann. Í raun geta öll störf verið sjálfbærnistörf. Það snýst bara um að hafa rétt hugarfar og að nýta styrkleika og krafta hvers og eins. Hvað getur þú gert í starfinu þínu til að stuðla að sjálfbærri framtíð? Þróun grænna tæknilausna, t.d. þeirra sem snerta endurnýjanlega orku, krefst vissulega verkfræði- og raunvísindaþekkingar. En til að byggja upp slíkar lausnir og hvetja atvinnulífið áfram í orkuskiptum þurfa svo miklu fleiri að koma að borðinu Allt þorpið þarf til Sjálfbærni snertir flestöll starfssvið. Það þarf lögfræðinga m.a. til að rýna sjálfbærnitengt regluverk og til að meta skyldur hvers fyrirtækis þegar kemur að upplýsingagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Markaðs- og samskiptasérfræðingar geta lagt sitt af mörkum þegar kemur að því að byggja upp hvetjandi orðræðu. Vanda þarf málfar og uppsetningu til að laða fólk að og halda okkur við efnið. Það skiptir máli að fá fólk í lið með sér og miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt og eins gagnrýna framsetningu til að forðast grænþvott. Listgreinar eru nauðsynlegar til að skapa umræðu, hvetja fólk til umhugsunar og stuðla að vitundarvakningu sem kallar almenning til aðgerða í sjálfbærnimálum. Listafólk hefur í gegnum aldirnar miðlað pólitískum og siðferðilegum skilaboðum í gegnum list sína. Sjálfbærni er engin undantekning og má þar t.d. benda á „Verkefni um veðrið“ eftir Ólaf Elíasson. Þannig má lengi telja: Kennarar gegna lykilhlutverki við að undirbúa framtíðarkynslóðir til að bæði takast á við áskoranir loftslagsbreytinga og grípa tækifærin til að gera betur. Læknavísindin þurfa í síauknum mæli að huga að áhrifum loftslagsbreytinga á vellíðan og heilsu almennings. Iðngreinar þurfa að vanda val á efnum og hugleiða hvernig hægt er að hámarka nýtingu og lágmarka sóun. Ekki má heldur gleyma fjármálageiranum, en fjármál snerta allar hliðar reksturs fyrirtækja og heimila. Þar getur skipt sköpum að velta fyrir sér sparnaðarmöguleikum sem styðja einnig við sjálfbærnimarkmið fólks og fyrirtækis. Síðast en ekki síst má nefna að sjálfbærni ætti að vera samofin allri stefnumótun. Hvar liggur samkeppnisforskot fyrirtækis? Hvernig má byggja upp rekstrarmódel með sjálfbærni að leiðarljósi? Hverju eru neytendur að kalla eftir? Hvar eru tækifærin til að draga úr kostnaði jafnt sem samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda? Hvernig getum við stuðlað að skynsamlegri nýtingu auðlinda? Nýtum styrkleika hvers og eins Dæmin sem við höfum tekið úr atvinnulífinu hér að ofan sýna að öll störf geta verið sjálfbærnistörf. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum með því að nýta styrkleika, þekkingu og ímyndunarafl okkar til að glíma við loftslagsvána. Það er enda mikil eftirspurn eftir hæfu fólki til að starfa að sjálfbærnimálum – menntun og reynsla á því sviði gerir þig samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun